Dvöl - 01.07.1938, Side 30

Dvöl - 01.07.1938, Side 30
188 DVÖL r svip. Þegar hann var um fimmt- ugt, byrjaði hann að skrifa leikrit og hefir fengizt mest við það síð- Rn. í fyrsta skipti, sem leikrit eftir hann var sýnt í Róm, lá nærri að það orsakaði uppþot, en höfundur-i inn varð samstundis frægur. Eitt af frægustu leikritum Pirandello er háðleikurinn „Enrioo 4.“, sem hvarvetna hefir vakið mikla at- hygli. Árið 1925 stofnaði hann sitt eigið leikhús í Róm. Síðian ferð- aðist hann víðsvegar um Evrópu og skrifaði leikrit á ferðalögum/ sínum. Lagði hann leið sína aðal- lega um Frakkland, Pýskaland og England, alltaf sískrifandi og leit- andi að nýjum viðfangsefnum. Árið 1934 hlaut hann bókmennta- verðlaun Nobels, og hafa aðeins tveir ítalir hlotið þá viðurkenningu áður. — Pirandello er enn í fullu fjöri, og á síðastliðnum vetri var hann kjörinn forseti ítalska Aka- demisins. Pessi tvö stórskáld, Luigi Pir- andello og Gabriele D'Annunzio voru næstum því jafnaldrar. Peir eru báðir heimsfrægir menn fyrir ljóð sín, sögur og leikrit. Enstíll þeirra og viðfangsefni eru mjög ólík. D'Annunzio var mikill dýrkandi hermennsku og hetjuskapar. Hann hataði alla hálfvelgju, og enda þótti hann oft allberorður í ljóð- um sínum og sögum, jafnvel þó um viðkvæm mál væri að ræða. Karlmennska, hreysti og festa voru í hans augum mikilsverðir eigin- leikar. Allt meðalhóf of lítilmann- Jegt, en hið óhófslega, óstjórnlega, æsandi líf nautna, munaðar og stríðs var að hans skapi. Sérstak- lega söng hann nautnum og mun- aði lof í Ijóðum ‘SÍnum, en í sög- unum og leikritunum ber meira á hetjudýrkuninni og hernaðar- hyggjunni. Pirandello fer hægara ísakirnar. Hann notar hæðnina og fyndnina sem aðalvopn $itt í baráttunni við þröngsýni og galla samtíðar sinn- ar. Hann ræðst á hinn steingerv- ingslega aldaranda og hinn þrönga ramrna lífsvenjanna, sem maður- inn verður að lifa innan við til að verða ekki fyrir aðkasti. Stíllhans er fjörugur og fyndni hans er markviss, enda mun mörgum hafa sviðið undan hinum hvössu örv- um hæðninnar, sem hann átti í svo ríkum mæli. Einn ritdómari lýsti skrifum Pirandello á þessa leið: „Umbúðirnar eru hlægileg fyndni og svíðandi hæðni, en kjarninn er djúp alvara“. Betur er ekki hægt að lýsa Pirandello í fáum orðum. En þrátt fyrir sín ólíku viðhorf og yrkisefni hafa þessir tveir menn, þjóðhetjan og fræðimaður- inn, báðir aukið hróður lands síns og lagt merkilegan skerf til heims- bókmenntanna. E. Bj.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.