Dvöl - 01.07.1938, Síða 38

Dvöl - 01.07.1938, Síða 38
196 D V Ö L afl rak hana áfram. Framundan henni var myrkur, því augun voru blóðhlaupin. Grannur líkami hennar varð ennþá grennri. Hún streyttist á- fram, hálfbogin, og flýtti sér, þótt hún næði varla andanum. Hún virtist fara hraðar en vindurinn. Vindurinn lötraði á eftir henni. Og hvenær sem hann náði henni, hvatti það hana einungis áfram, og hún hraðaði för sinni. Hún leit ekki í kringum sig, tók ekki eftir hinum forvitnu aug- um, sem gægðust að henni bak við lokaða gluggana, sem hún hljóp framhjá. Hún hvorki sá né heyrði neitt. Verund hennar var fúllkbmlega runn'in saman við' ofsa náttúrunnar. Hugsun hennar var ein formæling, hræði- leg formæling, banvæn formæl- ing. Ekki í orðum. En öll sál hennar. Þar geysaði þrumugnýr, samlagaðist þrumum hinna svörtu, reiðulegu skýja. Hún æddi að húsi „trúvillings- ins“. Hún opnaði dyrnar með braki miklu og lokaði þeim ennþá harkalegar. Þeim, sem voru í húsinu varð bilt við svo óvænta heimsókn og tóku til fótanna. Hún leit á þá hatursaugum og þaut í jgegnum herbergin, frá einu til annars og öðru til þriðja. Hún reif opnar dyrnar og skellti þeim aftur á eftir sér, samfara þrum- unum, eins og hún væri að vita, hvort hún eða þær gætu látið skrölta meira í gluggum og rúð- um. Lítið barn varð hrætt og fór að gráta. Hún hljóp úr stofu í sofu, en hvorki hann eða dóttir hennar voru þar. Því næst fór hún þaðan. En á þrepskildinum þagnaði hún um stund1, Hún leit til himins og fórn- aði höndunum til guðs. „Ég vildi, að logarnir gleyptu þetta hús“, sagði hún hásri röddu. Síðan fór hún, eftir að hafa kippt ofsalega í útidyrahurðina og skildi hana eftir ólokaða. Heim- ilisfólkið gapti agndofa, eins og óveðrið sjálft hefði brotizt inn á heimilið. Af tómu sinnuleysi gleymdi það að loka munninum. Or skýjunum streymdi regnið blandað hagli. Það sauð í óveðr- inu eins og í katli. • Sjóðandi óveðrið geysaði líka í barmi Cheyne gömlu. Eitthvað æðisgengið hamaðist innra ' með henni. Hún fann ekki lengur jörð- ina undir fótum sér. Syndaflóðið gerði hana gagndrepa, ^en það gat ekki aftrað henni. Það magn- aði einungis villt skap hennar. Hún hljóp í hús úr húsi, hvert sem hún gat búizt við að finna dóttur sína og „trúvillinginn". Hún staðnæmdist hvergi, mælti ekki orð, brauzt inn og þaut út, líkt og elding, og skildi heimilis- fólkið eftir gapandi af undrun. Hún ætlaði að finna þau! Jafn- vel niðri í jörðinni. Og hún hætti ekki bölvi sínu og formæl- ingum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.