Dvöl - 01.07.1938, Page 41
>
D V ö L
199
Æskan og nútíminn
Eftir Hannes J. Magnússon, kennara á Akureyri.
Þegar ritað er og rætt um upp-
eldismál nú á tímum, þá er það
venjulega í sambandi við skóla
og kennslumál. Stöku sinnum er
þó talað um heimilið og uppeldið,
en sjaldan um þjóðfélagið ogupp-
eldið, þær þjóðlífshreyfingar og
aldaranda, sem ef til vill marka þó
einna mest stefnu allra uppalenda
og uppeldisstofnana. Það eruhin-
ir ósýnilegu, en þungu undir-
straumar þjóðlífsins, sem eiga sinn
ríka þátt í hvort vel eða illatekst
til með þjóðaruppeldið.
Einn hinn þekktasti skólamaður
á Norðurlöndum, Manfred Björ-
quist í Sigtúnum, hefir, ekki alls
fyrir löngu, skrifað litla bók uin
æskulýðsmál, er hann nefnir „Ny
Ungdom“.
Þar heldur hann því fram, með-
al annars, að í nútíma þjóðfélagi
sé syndgað ákaflega gegn æsk-
unni, og rétti hennar til að fá að
lifa heilbrigðu æskulífi, með því
glömruðu í munninum. Og með
hásri, hljómlausri röddu andvarp-
aði hún:
„Elsku dóttir mín! Elsku
Hennye mín!“
póroddur frá Sandi
íslenzkaði.
að leggja allt of snemma mæli-
kvarða sérhæfninnar og nytsem-
innar á allt uppeldið, og draga
hana þá um leið inn í ýmsa þá
faglegu og flokksjegu bása, sem
henni eru ætlaðir í framtíðinni.
Æskán á sín sérstöku verðmæti,
sem ekkert annað aldursskeið lífs-
ins býr yfir, segir hann, og sá
sem aldrei fær, af öllu sínu hjarta,
að vera ungur og njóta þessara
verðmæta, hefir glatað dýrmæt-
um vaxtarmöguleikum og það mun
hefna sín síðar bæði á honum og
þjóðfélaginu.
En þessi dýrmæta séreign æsku-
mannsins, þetta stig í þroskasögu
hans, sem enginn má hlaupa yfir,
að dómi Björkquist, eru draum-
arnir og þrárnar. Það er sá tími
í Iífi hvers heilbrigðs æskumanns,
er hann finnur hjá sér innri þörf
til þess að ganga einn saman, eða
með vini sínum, undir skinistjarn-
anna, og láta öllum sínum djörf-
ustu draumum og þrám vaxa
vængi. Þá eru unnin lieit og tak-
mörk sett.
Það á að vera hinn helgi rétt-
ur æskunnar að fá að fóstra þessa
djörfu draumla í friði og næði við
gróandi innra líf. Láta þá svífa,
eins og Björnson í kvæði sínu,
„Upp yfir fjöllin háu“, þar til þau