Dvöl - 01.07.1938, Síða 43
D V Ö L
201
izt, og þá heldur ekki hjá stétta-
skiptingu. En sú einangrunar- og
samkeppnisstefna, sem stéttabar-
átta nútímans er rnótuð af, er að-
eins þröngsýn sérhagsmunastefna.
Lað eru sjúkdómseinkenni í þjóð-
lífinu.
Nær því daglega berast fréttir
um einhverja stétt eða hóp manna,
sem stofnað hafi með sér félag
til þess — , að gæta hagsmuna
sinna — eins og það er oft iorðað.
En fyrir hverjum? Vafalaust fyr-
ir einhverjum öðrum stéttum.
I>að getur vel verið, að þetta
sé að verða nauðsynlegt til þess
að verða ekki undir í samkeppn-
inni. En hamingjan hjálpi þeirri
æsku, sem á unga aldri er hrif-
in inn í þetta andrúmsloft sérhags-
munanna, til þess að mótast þar.
Þar sem hugsað er í hópum, og
allt er vegið og mælt á mæli-
kvarða s'téttarinnar, en ekki þjóð-
félagsins. Hvað getur annað upp
af slíku vaxið en eigingirni og
múgmennska?
Það verður að gera þá kröfu til
allra þeirra, sent á einhvern hátt
bera ábyrgð á uppeldi æskunn-
ar, að það sé lögð rík áherzla
á að kenna æskunni að liugsa
sjálfstætt, eftir því, 'sem þroski
hennar nær, og þá ekki síður hitt,
að láta hana finna til þess í hví-
vctna, að það sé til þess ætlazt
af lienni, að lnin beri sjál'f ábyrgð
allra sinna hugsana, orða 'Og at-
hafna, og slíkt uppeldi til sjálfs-
ábyrgðar hefur ef til vill aldrei
verið nauðsynlegra en eimnitt nú.
Það er hinn mesti háski, að gefa
ungu fólki tilefni og tækifæri til
að velta ábyrgð gjörða sinna yfir
á annara herðar, kenna öðrum um
allt það, sem illa fer, hvort sem
það eru einstaklingar eða þjóð-
félagið allt. Enginn ungur maður
á skilið að komast áfram í heim-
inum, sem ekki temur sér sjálfs-
ögun og sjálfsábyrgð.
Svo að aftur sé horfið að hóp-
hugsun stéttabaráttunnar, sem
stundum getur gripið svo um sig
að hún heltekur heilar þjóðir, þá
verður slíkt ástand enn alvarlegra
þegar þess er gætt, að þar er það
ekki allur almenningur stéttanna,
sem hugsar og ræður, heldur oft
og tíðum einn eða fáir menn, og
það ekki ætíð þeir völdustu.
Við lifum á tímabili foringja-
dýrkunar. Við lifum á tíma-
bili skipulagningar og aHskonar
kerfa, sem geta verið nauðsyn-
leg, en verða oft hættuleg snara
hinum sjálfstæða persónuleika,
ekki sízt ungra manna.
Og þá erum við komnir að þeim
þiætti í baráttunni um sálir æsku-
manna, sem líklega er af mestu
Icappr sóttur, en það er skipting-
in í stjórnmálaflokka. Sú barátta
er nú á tímum svo siðlaus og ger-
sneidd allri ábyrgðartiKinningu,
að jafnvel börnum innan við ferm-
ingaraldur, er hmndið inn í þetta
ábyrgðarleysi múgmennskunnar,