Dvöl - 01.07.1938, Blaðsíða 46
204
D V Ö L
mennafélagsskaparins, og grefur
undan hinu trausta, þjóðlega upp-
eldi. Atvinnubyltingin hefir í för
með sér byltingu í lifnaðarháttum
og öllu uppeldi þjóðarinnár, sem
hefir þá alvarlegu afleiðingu að
íjöldi æskumanna slitnar úrtengsl-
um við átthaga sína, fortíð og
sögu, og nú eignast þjóðfélagið
allverulegan hóp ráðlausra æsku-
manna, karla og kvenna, sem kem-
úr í dag og fer á morgun. Þetta
fólk er hvergi bundið neinum á-
byrgðarböndum, það sér margt
og lærir margt en vantar stað-
festu, og rætur í samfélaginu.
Nú verða hin félagslegu áhuga-
mál einkum stéttarlegs eða stjórn-
málalegs eðlis, að minnsta kosti í
þéttbýlinu, og í stað þess að fylkja
sér samjan i eipa heild um sköpun
þjóðlegrar menningar eins ogung-
mennafélögin, koma nú Þrændir,
Víkverjar og Hörðalcndingar
stjórnmálaflokkanna hver meðsín
samtök, sem vafalaust vilja aliir
landi sínu og þjóð vel, hver á
sína vísu, en bera ekki gæfu til
drengilegrar samvinnu, svo ekki
sé meira sagt.
Það hefir nú í fáum orðum,
og á ófullkominn hátt verið bent
á, hvernig breyttar aðstæður síð-
ustu tíma hafa skapað ýmsar hætt-
ur, sem nútínia æska verður að
horfast í jaiujgu við iog hvernig hún
er að heiman búin. Á hitt hefir aft-
ur á amóti ekki verið minnzt, hvaða
verðmæti æskan og þjóðin sem
heild hefir eignazt, hvaða gull
henni hefir fallið í skaut úr ddglu
hinna síðustu tíma. Sú saga yrði
líka bæði löng og merkileg.
En það, sem virðist einsætt er
þetta: Þrátt fyrir stórkosilega
aukna menntun og bætt uppeldis-
skilyrði á ýmsum sviðum, þá virð-
ist æskuna nú skorta það jafnvægi,
og festu, sem einkenndi hana fyr-
ir 20—30 árum, án þess að öðru
Ieyti sé gerður nokkur saman-
burður á uppeldi ,fyrr og nú.
Þetta kemur ekki af hinni auknu
menntun og bættu 'uppeldisskil-
yrðum, heldur þrátt fýrir það.
Uppeldið nú mótast af , hinum
mörgu og ólíku áhrifum, sem að
utan komu, en vantar hinn fasta
þjóðlega svip. Skólarnir okkar
vinna tvímælalaust sitt hlutverk
vel, en þeir eru ungir og með
litla reynslu að baki, og einhver
stærsta synd þeirra hefir senni-
lega verið sú, að þeir hafa verið öf
lærðir, fengizt við of margt, en
fáu getað gert nokkur veruleg skil
og hefi ég þá sérstaklega í huga
þá skóla, sem eiga að veita hina
almennu menntun: héraðs- og
gagnfræðaskólana og aðra ung-
lingaskóla.
Hlutverk þeirra á ekki að vera
það að vera rniklir bókskólar með
fjölda námsgreina, scm lítil skil
er hægt að gera á svo stuttum
tíma. Þeir eiga að telja það sitt
höfuðhlutverk, að kenna æsku-
mönnunum stafróf sjálfsmenntun-
arinnar, sem er hinn eini trausti