Dvöl - 01.07.1938, Side 48
206
D V Ö L
eiga að styrkja þær og græða. I
stuttu máli vera meira vekjandi
og græðandi en fræðandi.
Fyrir nokkrum árum voru full-
trúar frá öllum Norðurlöndunum
fjórum samankomnir á móti lýð-
háskólakennara til þess að ræða
um mark og mið þessara uppeld-
isráðstafana.
Svíinn sagði: Skólastarfið verð-
ur að vinnast í trú á hin andlegu
og siðlegu verðmæti einstaklings-
ins.
Finninn mælti: Hlutverkið verð-
ur ætíð hið sama, að kenna æsk-
unni að meta og skilja gildi hins
andlega lífs.
Daninn segir: Það er allt komið
undir því, að rækta hin andlegu
verðmæti og finna hinn guðlega
tilgang lífsins.
Að lokurn segir Niorðmaðurinn:
Hin andlega menning verður að
vaxa upp úr þjóðlegunt jarðvegi.
Hver myndi hafa orðið rödd
hins íslenzka skóla, ef hann hefði
mátt leggja hér orð í belg?
Þetta viðhorf hins skandinaviska
æskulýðsskóla er beint svar þeirra
rnanna, sem finna til ábyrgðar
gagnvart æskunni, við efnis-
hyggjuboðskap nútímans, er farið
hefir hamförum yfir lönd og þjóð-
ir eftir heimsstyrjöldina, og sett
fingraför sín á bókmenntir, listir,
og ekki hvað sízt á uppeldi æ$k-
unnar. Þetta óandlega viðhorf
mætir manni allstaðar og setur að
allverulegu leyti svip sinn á alla
menningu nútímans. Er þa að
furða, þótt æskan sé það barn
síns tíma að hún fylgist hér með?
Einn af merkustu skólamönnum
Dana, forstöðumaður lýðháskólans
í Asköv skrifar í tfmaritið „Dansk
Udsyn“ þ. á. grein, er hann nefn-
ir „Menneskets Værdighed'L
Þar segir hann á einum stað m.
a. „Maðurinn tilbiður sjálfan sig
af því að hann viðurkennir ekk-
ert sér æðra, með alla sína vold-
ugu þekkingu, vald og tækni. Það
má t. d. benda á jafn stórfenglegt
tákn mannlegrar þekkingar og
getu, sem heimssýninguna miklu
í París s. 1. sumar. Maður skyldi
nú ætla, að þar hefði verið hægt
að sjá menninguna frá öllum hlið-
um, en svo var þó ekki. Þarna
var ekkert sjáanlegt, sem gat
minnt mann á að menning þessara
landa byggðist á meir en þúsund
ára gamalli kristinni menningu.
Ekkert, sem minnti á guð eða
vilja hans, sem áríðandi væri að
þekkja og hlýða.
Menn bjuggust víst ekki við að
finna neitt það í hinni rússneskií
sýningarhöll, sem benti huganum
til hæða. En á sýningum annara
þjóða fann rnaður heldur ekki
neitt það, sem benti út yfir mann-
inn sjálfan. Þar var heldur ekki
neitt, sem minnti á tijveru æðri
máttarvalda. Ef til vill hefir það
verið með ráði gert, að láta sýn-
inguna bera þennan ískalda svip
efnishyggjunnar. En ef til vill hef-
ir það aðeins verið hárrétt mynd