Dvöl - 01.07.1938, Page 52

Dvöl - 01.07.1938, Page 52
210 D V Ö L í ljós, gerði hann sér ekki grein fyrir því að klukkan hefði verið flutt til í íbúðinni. Oamla konan hafði það á til- finningunni, þegar innanstokks- munirnir voru fluttir burt, að ver- ið væri að taka hennar eigið hold og blóð. Henni fannst nú allar vonir brostnar, og með þeim möguleikum til þess að lifa leng- ur. — Hugurinn hvarflaði til henn- ar sjálfrar; hún hafði óljósa hug- mynd um litla herbergið sitt. Minningarnar stigu upp úr djúpi sálar hennar, ef til vill vegna óhæfa ljósbjarmans í herberginu. Hún sótti manninn sinn í verk- smiðjuna; hann fylgdi henni eftir, haltur, sljór á líkama og sál eins og áburðardýr, sem hefir sætt illri meðferð. Hann lét fallast í sæti sitt sjálfkrafa, andspænis speglinum og kinkaði kolli, eins og maður, sem veit meira en hann lætur uppi. Skyldi nú ljós sálar hans tendrast að nýju við endur- skinið frá hinurn dýrmæta heimil-’ isisgrip — speglinum? Með vaxandi angist hugsaði konan um það, hvað maðurinn hennar myndi nú taka sér fyrir hendur. Myndi hann æpa og veina eins og lítill drengur — eða myndi hann ekki sjá út úr þokunni, sem hjúpaði hugsun hans. — — Kaupmaðurinn hennar. Konan stóð úti í horni, munnur hennar var hálf opinn og titraði af ótta vegna mannsins; hvað myndi hann aðhafast? Hann sat enn gegnt skápnum og virtist utan við sig. Þegar kaup- maðurinn kom inn, varð honum litið upp og það komu annarlegir drættir í andlitið. En allt í einu féll hann í tilfinninga- og hugs- analeysi. Þá var sem þungum steini væri létt af konu hans. Spegillinn var festur ineð járn- spöng. Kaupmaðurinn tók verk- færi eitt og losaði hann af þilinu. Þegar gamli maðurinn heyrði hljóðið, varð hann allt í (einu ákaf- ur, og svo virtist sem eftirtektar- gáfa hans væri vakin, eins og hann vildi komast að raun um, hverju þetta sætti. Konan lians leið ógurlegar sálarkvalir. Allt í einu hvarflaði henni í hug dagur- inn, er þau eignuðust spegilinn. Þ,að var sunnudagur í júní, og á- nægja ríkti í kotinu þá! Hann var svo glaður, að hann fór að leika ýms hlægileg heimsku- pör fyrir framan spegilinn. Hann hafði þá fallegt bjartleitt hár, og hann hafði yndi af að greiða það fyrir framan þenna ljómandi töfra- grip' , Gamla konan fékk skyndilega ákafa löngun til þess að maðurinn hennar losnaði úr dróma óminn- isins og leysti rækilega frá skjóð- unni, og það þótt hún vissi, að slík umskipti myndi valda honum hrellingar, sem hann var laus við í þessu ástandi. — Já, ef hann risi nú af dvalanum og léti til sín *

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.