Dvöl - 01.07.1938, Page 56

Dvöl - 01.07.1938, Page 56
214 ÐVÖL heyrir orð af því, sem talað er. En það er eins og orgað sé; út úr hömrunum, eða innan úr úðanum: Beint af hengibergi byltast geysi föll, flyksu-fax með ergi fossa hnýtir tröll. Nú veit ég: Matthías hefur ekki orkt þetta. Svona hendingar hafa legið hér í loftinu frá upphafi vega. En Matthías Jochumsson hefir bara haft þynnra eyra en allir aðrir, og orðið fyrstur manna til að heyra hendingaskil. Þeg- ar ég las þessar hendingar ein- hverntíma áður fyrr — og hinar í kvæðinu fannst mér þær gjallandi hljómur, hvellur og innantómur og datt ekki í hug að muna orð úr þessu glamri. Nú liggja mér slitur úr öllu þessu kvæði á vör- um, þótt ég fyrir víst kynni ekk- crt í því — af því að Dettifoss kveður það sjálfur í sífellu. Já, Áhorfendurnir tínast burtu. Stúlka tekur í larminn á piltinum sínum og segir: Við skulum koma; hann er Ijótur þessi foss-ur. Ojá. Er það ekki alveg rétt, sem hún segir? Kolmórautt ár- vatnið bullar niður hamarinn og hrifsar með sér allt, sem fyrir verður. Þarna eru svo tröllslegar hamfarir í ;almætti sínu að það er alveg hæfilegt að kalla þærljót- ar. — Þær geta ekki einu sinni heitið fallega ljótar. Nei. En það er annað: Áður en cg veit af hefur þessi ljóti foss tekið alla mína athygli — tekið hana. Það er valdið, sem hér er að verki í almætti sínu og hrikaleik. Hann laðar ekki að sér athygli áhorf- andans. Hann seiðir hana ekki til sín. Hann biður ekki að horfa á sig. Nei. Hann skipar okkur að gera það. Og annað er ekki hægt en að hlýða. Hann þurrkar gjör- samlega allt burtu úr vitundinni, sem þar hefir sezt að smámsaman, síðan við vorum lítil. Qleði og sorg, minni og vit — allt hefur hann hrifið frá okkur og sogað það inn í sjálfan sig. Nú fer hann að hvísla á sínu máli. Svo hlær hann. Um leið er- um við orðxn í skiapi til að hlæja með honum. Þá er hann farinn að gráta allt í einu. Og steingjörðum karlmönnum liggur við að brynna músuin honum til samlætis. Svo stynur hann um stund. Allt í einu hristir lrann af sér allan ham og raular drýgindalega gegnum nið- inn: Svona er ég — svona. En hvað ert þú? — Ekki neitt. — Og hverjum dettur annað í hug, en að vera honum sammála? Við festum auga við skvcttu uppi á hástalli og fylgjum henni ofan. Hcndast hádunandi hamslaus iðufeikn. Undrast þig minn andi, almættisins teikn. Stuðlarnir liggja í loftinu og

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.