Dvöl - 01.07.1938, Page 58

Dvöl - 01.07.1938, Page 58
w 216 D V Ö L Handbók Herkimers Eftir O’Henry Ég, Sanderson Pratt, sem þetta rita, er þeirrar skoðunar, að fræðslumálum Bandaríkjanna myndi vcra bezt borgið í hönd- um einhverrar veðjurstofunnar. Ég get fært gild rök máli mínu til sönnunar. Þú getur ef til vill sagf mér hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu, að flytja prófessorana okkar yfir á veðurathuganastöð. Þeir hafa þó alla daga lært að lesa, og gætu auðveldlsga rýnt í dagblöðin iog svo tilkynnt í síma hverskonar veðri væri spáð. En svo er hin hlið málsins. Og nú ætla ég að segja þér frá hvernig veðrið veitti okkur Idaho Qreen fyrsta flokks uppfræðslu. Við vorum sarrtan í gullleit uppi í Bitter-Root fjöllunum, og hafði bjartsýnn náungi nokkur, sem átfi heima í Walla Walla, og hafði gcithafursskegg, annazt allan út- búnað okkar, og nú dvöldum við neðanvert í fjöllunum og grófum sem ákafast. Við höfðum svo mik- inn matarforða, að hann myndi þegar ég stóð á fremstu nöfinni yfir hengifluginu í úðanum og horfði á DettifoSs í fyrsta sinni. hafa nægt heilli hcrdeld með- an á friðarsamningunum stóð. Svo var það dag nokkurn, að pósturinn kom ríðandi yfir fjöll- in frá Carlos, og hann dvaldi nógu lengi hjá okkur til þess, að éta upp úr þrem hreindýrakjötsdósum svo gaf hann okkur eitt tiltölulega nýtt dagblað. I þessu blaði var heill dálkur með veðurspám og neðst í honum einnig spá fyrir Bitter-Roiot fjöllin og hún var á þessa leið: „Hlýtt og bjart veð- ur með hægri vestan átt“. Sama kvöld tók að snjóa með snörp- um austan vindi. Við Idaho fluttum nú bækistöð pkkar í jgamlan ,tóman kofa hærra uppi fjöllunum, og héldum að hér væri um að ræða venjulegan nóv- ember-rosa. En þegar snjórinn var orðinn þrjú fet á dýpt, tók fyrst í hnjúkana svo að um munaði, og brátt urðum við þess varir, að við vorum inniluktir af snjó. Við höfðum borið inn nægan eldi- við áður cn snjórinn varð of djúp- ur, og matarforði var nógur til tveggja mánaða. Svo leyfðum við höfuðskepn- unum að gaurast og láta sem þeim líkaði. Ef þú villt gerast manndrápari,

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.