Dvöl - 01.07.1938, Page 59

Dvöl - 01.07.1938, Page 59
D V Ö L 217 þá þarft þú ekki annað en að loka tvo menn inni í kofa, sem er átján fet á breidd og tuttugu á lengd. Fáir menn þola slíkt. Á meðan fyrstu snjóalögin féllu, hlógum við Idaho hvor að ann- ars fyndni og hrósuðum samsuðu þeirri, er við útbjuggum í skaft- potti og nefndum brauð. Legar I>rjár vikur voru liðnar sagði Idaho lallt í einu við migf í hrana- legum tón: ,,Ég get nú ekki sagt, að ég hafi nokkurntíma heyrt súrmjólk drjúpa úr belg niður í botninn á pjátnrskaftpotti, en mig grunar, að það myndi blátt áfram vera himn- esk tónlist samanborið við þær steindauðu hugsanir, sem streyma út frá talfærum þínum. Þessi hálf- mcltu hljóð, sem þú gefur frá þér allan daginn, minna mig á jórtrandi kú, en kýrin er nógu vel upp alin til þess að gera þetta út af fyrir sig, en það kannt þú ekki“. „Herra Green“, svaraði \ ég, >,þú hefir einu sinni verið vinur nrinn, og þess vegna verð ég að játa fyrir þér, að ef ég hefði átt að velja milli félagsskapar þíns og venjulegs ferfætts búrhunds, þá hefði annar íbúandi þessa kofa skott“. Svona liéldum við áfram í þrjá úaga, þá liættum við alveg að yrða hvor á annan. Við skiptum roatarílátunum á milli okkar, og Idaho sauð sinn mat sín megin á eldinum, en ég minn mín megin. Snjórinn náði nú alla leið upp á glugga og við vomm tilneydd- ir að láta eldinn lifa allan daginn. En hugsaðu þér! Við Idaho höfðum aldrei öðlazt snefil af bók- legri menntun umfram að lesa og reikna dæmi eins og ,,Ef Jón á fimm epli og James þrjú“ uppi á töflu. Við höfðum heldur aldrci hiaft neina sérstaka löngun til þess að komiast í háskóla, en þó liöfð- um við aflað >okkur dálítillar þekk- ingar varðandi sjúkdóma, til hjálp- ar í viðlögum. En nú, þegar við sátum inni- fenntir í kofa uppi í Bitter-Root fjöllum, fundum við í fyrsta skipti, að ef við hefðum lesið Homer >c>g grísku og hinar æðri greinir vís- indanna, þá myndum við hafa gct- að leitað griðastaðar í því að rniðla hvor öðrum af þekkingu okkar >og í hugarstörfum. Annars hefi ég verið með mörg- um stúdentum frá Eastern Col- ege, við vinnu víðsvegar í Amcr- íku, og ég hefi aldrei iorðið þess var, að vísdómur þeirra væri sér- lega þungur á metunum. Pað I>ar einu sinni við vestur hjá Sn.ike fljótinu, að reiðhesturinn hans Andrew McWilliams fékk kvelsu; hann sendi vagn tíu rnílur vcgar til þess að sækja einn þessara ná- unga, — hann þóttist vera grasa- fræðingur, og hesturinn dó eagu að síður. Morgun nokkurn tók Idaho að róta til með göngustaf sínum uppi á þrepi, sem var það hátt frá

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.