Dvöl - 01.07.1938, Side 68
226
D V Ö L
Undralönd 111.
Sequoia þjóðgarðurinn
Eftir Guðmund Davíðsson.
í vesturhalla Sierra Nevada
fjallgarðsins í Bandaríkjunum, ná-
lega um miðbik Californiu f}dk-
isins, liggur Sequoia þjóðgarður-
inn. Hann var stofnaður með lög-
um frá 25. september 1890. Garð-
urinn er 653 ferkílómetrar að
stærð og liggur 1235—3627 m.
yfir sjávarmál. Orðið Sequoia er
dregið af „Sequoyah", sem er
heiti á nafnkunnum Cherokee
Indíána.
Landslag er mjög margbreyti-
legt á þessu friðlýsta landi. Lar
skiptast á hrikaleg fjöll, háslétt-
ur og dalir. Þ,ar eru margar ár
og stöðuvötn, gljúfur og fossar.
Náttúran er þar í senn bæði
hrikaleg og fögur.
Umhverfis Sequoia þjóðgarðinn
er eintómt hálendi — fjallgarðar
og fjallaþyrpingar. Hálendið norð-
austur frá garðinum er einna
hrikalegast. Þar er hæsta fjall
í Bandaríkjunum, Mount Whit-
ney, 4420 m. á hæð. í þessum
landshluta er hinn einkennilegi
Dauðidalur. Nokkuð af dalbotn-
inum er 122 m. neðar en sjávar-
flötur og er lægsta láglendi í
Bandaríkjunum. Skammt frá garð-
inum er Kóngsfljótið (King’s Riv-
er) svo nefnda. Á all-löngum kafla
rennur það eftir Paradísardalnum,
sem kvað vera undur fagur og
hrikalegur. Annað fljót á þess-
um slóðum rennur eftir rúmlega
2000 m. djúpum gljúfrum. Upp-
haflega var ætlazt til, að Sequoia
garðurinn næði út yfir þetta
svæði, og hefði hann þá orðið
liðlega 4000 fcrkm.
í norðvestur frá Sequoia garð-
inum er Gencral Grant þjóðgarð-
urinn, sem er kenndur við hers-
höfðingjann nafntogaða. Hann cr
liðlega 10 ferkm. að stærð og
var stofnaður árið 1890. I fyrst-
unni var reynt að sameina garð-
ana og gera þá að einu friðlýstu
svæði, en það gat ekki orðið
vegna þess, að einstakir menn
höfðu náð tangarhaldi á landinu
milli þeirra, og vildu ógjarna
sleppa því aftur. Vegalengdin milli
garðanna er aðeins 15,5 km.
Báðir þessir þjóðgarðar voru
sérstaklega stofnaðir í því skyni,
að vernda þar hinar svokölluðii
risafurur, og þá jafnframt allan
annan jurtagróður og dýralíf, á
því svæði, sem friðlýsta landið
nær yfir. Tilgangur með stofnun
þjóðgarða í Bandaríkjunum er
einkum sá, að vernda allan frum-
gróður landsins og villt dýralíf