Dvöl - 01.07.1938, Page 69

Dvöl - 01.07.1938, Page 69
D V ö L 227 á þessum ákveðnu svæðum. Sum- staðar eru verndaðar Ieifar af fornum mannvirkjum eftir Indí- ána-þjóðflokka, sem nú eru út- dauðir. Á friðlýstu svæði má ekk- ert skerða í náttúrunni. Allt dautt og lifandi, smátt og stórt, hverju nafni sem nefnist, á að njóta þar algerðrar friðunar og verndar. Námugröftur er þar bannaður. Ekkert jarðrask má gera þar, nema óhjákvæmilegt sé ,að leggja vegi og brýr, eð,a setja niður gisti- *hús vegna ferðamanna. Öll slík •nannvirki eru gerð með ráði stjórnarinnar og eftir hennar fyr- irsögn. Það er hliðstætt því, að koma inn í friðlýstan þjóðgarð, og að skoða náttúrugripasafn eða fornminjasafn. Menn eiga aðeins kost á að skoða það, sem fyrir augun ber, en ekki snerta neitt eða færa úr skorðum. Sequoia og Grant þjóðgarðarn- ir eru einstæðir í sinni röð að því leyti, að þar vaxa elztu og stærstu iré, sem til eru á jörðinni. Það eru Sequoia fururnar. í báðum görðunum vaxa rúmlega ein milj- ón Sequoia tré, af öllum stærðum og aldri. Af þeim eru um tólf þús- únd 3 m. og þar yfir að þvermáli. Nokkur eru allt að 90 m. há. Elzta og nafnkunnasta tréð heitir General Sherman. Það er 85 m. hátt og 11,13 m. að þvermáli nið- Ur við jörð, en ummálið er 34,95 in. 30 m. frá jörðu er þvermálið ö,13 m. Af þessu má sjá, að hér er ekki um neina smáplöntu að ræða, enda er það talið minnst 4000 ára gamalt. Næst því að stærð er General Gr.ant tréð. Það er 80,5 m. hátt og 10,7 m. að þvermáli. Fyrsti hvíti maðurinn, sem fann stærsta tréð, hét James Walver- ton. Það var 7. ágúst 1879. Hann nefndi það Gener.al Sherman eftir herforingja, sem stjórnaði her- deild þeirri í þrælastríðinu, er hann var í. Þetta risatré vex 2197 m. fyrir ofan sjávarflöt, það er um 80 m. hærra en hæsta fjall á Islandi. Það er algengt að Bandaríkja- menn kenna einstök tré við helztu þjóðmæringa sína og merkismenn eins og t. d. Abr.aham Linooln, Georg Washington, William Mc- Kinley o. fl. Risafurur, semnefnd- ar eru eftir þessum mönnum, eru með þeim stærstu í þjóðgörðun- um. Þær eru allt að 10 m. að þvermáli og 80—90 m. háar og um 2500—3800 ára gamlar. Enda þó að trén séu þetta gömul, eru engin hrörnunarmerki sjáanleg'á þeim. Þau virðast því enn vera í fullum blóma lífsins. Enginn get- ur gizkað á, hve margar aldir eða ára þúsundir þau eiga enn eft- ir ólifað. Sequoia trén hafa ekki átt, um æfina, hættulega óvini að stríða við. Þau eru alveg laus við sveppi og önnur sníkjudýr, sem oft herja á aðrar trjátegundir og gera þeim tjón. Skógareldar hafa stuudum geysað umhverfis þau, en gert þeim furðu lítinn

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.