Dvöl - 01.07.1938, Síða 70

Dvöl - 01.07.1938, Síða 70
228 D V Ö L r skaða. Einkum eldri trjánúm. Börkurinn verður um hálfan met- er á þykkt, eða vel það, og er nálega alveg eldtraustur. Risa- trjánum stafar mest hætta af eld- ingum. Pær hafa brotið toppinn af mörgum þeirra, en hann hefir þó vaxið aftur á löngum tíma. Eitt risatréð, sem var um 100 m. hátt, hafði brotnað niður við rót og fallið um koll. Stofnsárið var gert vel slétt svo að hægt væri að telja árshringana, en þeir reyndust töluvert yfir 4000. Tréð var 12,4 m. að þvermáli, að berkinum meðtöldum, en hann var 60 cm. þykkur. Til þess að gera -sér grein fyrir gildleika bolsins mætti stinga hæl ofan í sléttan grasflöt, binda við hann snæri og afmarka hring umhverfis hann 6,5 m. frá mið- deplinum, fengist þá jafnstór flöt- ur og bolurinn tekur yfir.' Elztu trén voru byrjuð að vaxa áður en pyramidarnir á Egypta- landi voru byggðir, og fyrir fall Trójuborgar. Tugir þúsunda voru orðin risavaxin þegar Kristur fæddist. Sequoia trén hafa þannig verið að vaxa iog þroskast gegn- um allar aldir mannkynssögunn- ar. Kynslóðir hafa fæðzt og dáið menning hefir skapazt og þróazt í aldaraðir hjá þjóðunum, liðið undir lok og önnur komið í stað- inn, en risafururnar hafa alltaf lif- að og haldið velli, á hverju sem hefir gengið hjá mannfólkinu. Vel má vera að núverandi menning þjóðanna eigi eftir að taka stór- kostlegum breytingum áður en risatrén, sem nú eru í blóma lífs- ins, falla í valinn. Risatrén vaxa aðallega á 13 stöðum í báðum þjóðgörðunum. Trjálundar þessir ná, að saman- töldu, yfir rúmlega 38 ferkm. svæði. í hagstæðri veðuráttu framleiðir eitt Sequoia tré milj- ónir frækorna á einu ári. Trén bera blóm á áliðnum vetri, með- an jörðin er ennþá þakin 2—3 m. þykku snjólagi. Blómin eru græn-bleik eða gulleit, en köngl- arnir venjulega dökkgrænir. Þeir eru um 6—7 cm. langir. Jafn- skjótt og fræin verða fullþrosk- uð opna könglarnir sig og losa sig við þau, en sjálfir sitja þeir eftir á greinunum mánuðum sam- an. Fræin eru mjög siná, vængj- uð og afarlétt. Þau svífa' hægt ofan á jörð eins og snjókorn í logni, eða berast með vindinum langar leiðir frá trjánum. Engin trjátegund í Californiu framleiðir eins mörg frækorn á ári, eins og Sequoia trén. Á einni grein t. d., sem var um 2—3 cm. að þvermáli, voru taldir 480 könglar, og í hverjum köngli þroskast venju- lega um 2—300 frækorn. Menn hafa gizkað á, að fræplöntur af einum Sequoia trjálundi mundu nægja til að gróðursetja alla fjall- garða hnattarins þessari trjáteg- und. Fræinu hefir verið sáð víða í Ameríku og Evrópu. Ræktun plantnanna hefir yfirleitt gefizt vel. Þær elska ljósið og þrífast
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.