Dvöl - 01.07.1938, Side 76
234
D V Ö L
Bannið gegn því ;að fara í fiski-
róður fyr en íd. 5 að morgni,
var einungis öryggisráðstöfun
gegn slysförum. Pótti sannað að
mörg sjóslys hefðu hent, er far-
ið væri mjög snemma að nóttu,
eða jafnvel að kveldi, í róður að
vetrinum.
Voru svokallaðar gæzlunefndir
í helztu veiðistöðvunum til þess
að líta eftir að samþykktum þess-
um væri hlýtt.
í Bolungavík hafði einn nefnd-
armanna, er kallaður var gæzlu-
stjóri, á hendi eftirlit með að ekki
væri farið í róður fyr en á til-
skildum tíma. Var hann jafnan á
gangi ofan við varirnar nokkuru
fyrir hinn tilsetta tíma, til þess
að athuga um, hvort enginn hefði
læðzt í róður fyr en heimilt var.
Blés hann svo í sterkan lúður á
tilskildum tírna, þegar ýta mátti
úr vör. Voru þá oft hröð hand-
tök, og styrkar höndur lagðar að
árum. Urðu hinir liðfærri og lítt
mannaðri bátshafnir oft óþyrmi-
lega fyrir barðinu á þeim aðsóps-
meiri í 'þrengsiunum; í varamynn-
unum. Stundum var róið eða ýtt
svo hart á stefni þeirra að þeir
snerust við, lentu stundum í var-
arveggnum eða ýttust upp í vör
aftur. — Svo var tekinn kappróð-
ur út á lóðamiðin.
Pegar vélbátarnir komu almennt
til sögunnar, var sögu fiskveiði-
samþykktanna að mestu lokið. —
Pótti úr því eigi unnt að hafa
hemil á ákveðnum sjóferðatíma,
og önnur atriði samþykktanna
fóru von bráðar sömu leiðina.
Skelfiskbeitubannið var fellt nið-
ur árið 1905.
Verbúðir.
í Bolungavík voru fyrr á ár-
um ærið óvistlegar. Pær voru þá
pallbyggðar, svefnrúm vermanna
í öðrum endanum, en veiðarfæri
og beitingarúm í hinum. Eldavél
var þar engin. Veturinn 1881 setti
Pórður á Laugabóli fyrstur smá-
eldavél (kamínu) í verbúð sína
þar. Or því komu „kamínur"
smám saman í verbúðirnar og
urðu almennar á nokkrum árum.
Á árunum fyrir og eftir 1890
voru margar verbúðirnar endur-
byggðar, en aðrar reistar að nýju
og urðu nú all-reisulegar. Flest-
ar þeirra voru með tveimur timb-
urþiljum, gluggum uppi og niðri
sínum í hvorum enda. Nokkrar
voru þó með timburþiljum niður
að loftskör aðeins, en veggirnir
úr torfi og grjóti, þá hlaðnir allt
í kring ,annars til hliðanna. Niðri
voru fiskilóðirnar jafnan beittar
og geymdar, ásamt sjófötunum.
Þau voru ávallt kölluð skinnklæði.
Uppi var venjuleg baðstofa, öll
þiljuð með skarsúð og stafnglugg-
um, sínum í hvorum enda. Smá-
eldavél (kamína) var þar jafnan
á miðju gólfi, móti uppgangi.
Þessar nýrri búðir, sem margar
eru við lýði ennþá, eru 3—4 staf-
gólf að stærð. í stærri búðunum
voru jafnan tvær bátshafnir. Sváfu