Dvöl - 01.07.1938, Síða 76

Dvöl - 01.07.1938, Síða 76
234 D V Ö L Bannið gegn því ;að fara í fiski- róður fyr en íd. 5 að morgni, var einungis öryggisráðstöfun gegn slysförum. Pótti sannað að mörg sjóslys hefðu hent, er far- ið væri mjög snemma að nóttu, eða jafnvel að kveldi, í róður að vetrinum. Voru svokallaðar gæzlunefndir í helztu veiðistöðvunum til þess að líta eftir að samþykktum þess- um væri hlýtt. í Bolungavík hafði einn nefnd- armanna, er kallaður var gæzlu- stjóri, á hendi eftirlit með að ekki væri farið í róður fyr en á til- skildum tíma. Var hann jafnan á gangi ofan við varirnar nokkuru fyrir hinn tilsetta tíma, til þess að athuga um, hvort enginn hefði læðzt í róður fyr en heimilt var. Blés hann svo í sterkan lúður á tilskildum tírna, þegar ýta mátti úr vör. Voru þá oft hröð hand- tök, og styrkar höndur lagðar að árum. Urðu hinir liðfærri og lítt mannaðri bátshafnir oft óþyrmi- lega fyrir barðinu á þeim aðsóps- meiri í 'þrengsiunum; í varamynn- unum. Stundum var róið eða ýtt svo hart á stefni þeirra að þeir snerust við, lentu stundum í var- arveggnum eða ýttust upp í vör aftur. — Svo var tekinn kappróð- ur út á lóðamiðin. Pegar vélbátarnir komu almennt til sögunnar, var sögu fiskveiði- samþykktanna að mestu lokið. — Pótti úr því eigi unnt að hafa hemil á ákveðnum sjóferðatíma, og önnur atriði samþykktanna fóru von bráðar sömu leiðina. Skelfiskbeitubannið var fellt nið- ur árið 1905. Verbúðir. í Bolungavík voru fyrr á ár- um ærið óvistlegar. Pær voru þá pallbyggðar, svefnrúm vermanna í öðrum endanum, en veiðarfæri og beitingarúm í hinum. Eldavél var þar engin. Veturinn 1881 setti Pórður á Laugabóli fyrstur smá- eldavél (kamínu) í verbúð sína þar. Or því komu „kamínur" smám saman í verbúðirnar og urðu almennar á nokkrum árum. Á árunum fyrir og eftir 1890 voru margar verbúðirnar endur- byggðar, en aðrar reistar að nýju og urðu nú all-reisulegar. Flest- ar þeirra voru með tveimur timb- urþiljum, gluggum uppi og niðri sínum í hvorum enda. Nokkrar voru þó með timburþiljum niður að loftskör aðeins, en veggirnir úr torfi og grjóti, þá hlaðnir allt í kring ,annars til hliðanna. Niðri voru fiskilóðirnar jafnan beittar og geymdar, ásamt sjófötunum. Þau voru ávallt kölluð skinnklæði. Uppi var venjuleg baðstofa, öll þiljuð með skarsúð og stafnglugg- um, sínum í hvorum enda. Smá- eldavél (kamína) var þar jafnan á miðju gólfi, móti uppgangi. Þessar nýrri búðir, sem margar eru við lýði ennþá, eru 3—4 staf- gólf að stærð. í stærri búðunum voru jafnan tvær bátshafnir. Sváfu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.