Dvöl - 01.01.1941, Page 8
2
DVÖL
en harmur og hryggð settust að 1
sál Ziu Batóru.
Hún gat ekki gleymt, hún var
helsærð og harmi lostin, og þó að
hún þyrfti engar áhyggjur að hafa
út af líkamlegum þörfum sínum,
fannst henni hún vera fátækari
hinum snauðasta beiningamanni.
Hún sá hamingjusól sína ganga til
viðar við hinn óljósa sjónhring
framtíðarinnar.
Hús Batóru, með útskornu vegg-
svölunum, byrgði útsýnið frá kirkj-
unni og bar við greinilegan sjón-
deildarhringinn í hinu gullroðna
sólarlagi septemberkveldanna, sem
minnti svo mjög á bakgrunn
myndarinnar af upprisu Krists uppi
yfir altarinu. En húsið var ein-
manalegt og andlega tómt, alveg
eins og sál konunnar, sem átti það,
og þó var þar gnægð efnislegra
guðsgjafa.
Sadurra, einkabarn Ziu Batóru,
hafði orðið ástfangin af ungum
manni, fátækum og af lágum ætt-
um. Móðirin hafði, vegna stöðu
sinnar í þjóðfélaginu, gert uppreisn
gegn ást dóttur sinnar, sem blátt
áfram óeðlilegri, þar sem hún, auk
þess að vera efnuð, taldist til auð-
mannaflokks nokkurs á Sardiníu,
mikils og voldugs flokks, sem gegn-
sýrður var af hroka Spánverjanna,
er voru um eitt skeið auðugastir og
valdamestir allra íbúa eyjarinnar.
En hin fagra, tvítuga Sadurra
flýði úr foreldrahúsum til þess að
búa með manninum, sem hún elsk-
aði. Plótti hennar olli takmarka-
lausu hneyksli í Bitti og nálægum
þorpum. .
Þetta var þungt áfall, og Zia Bat-
óra var gersamlega yfirbuguð. Eng-
in móðir gat elskað dóttur sína
heitar en hún. í þau tuttugu ár,
sem liðin voru frá morði manns
hennar, hafði öll ást hennar og von
snúizt eingöngu um Sadurru. Hún
sá í anda glæsilega framtíð barns-
ins síns, sá hana gifta auðugum og
mikilsvirtum manni úr flokki
hennar, manni, sem hefnt gæti
dauða föðurins.
Nú höfðu allar óskir hennar og
vonir brugðizt, allar tilfinningar
hennar breytzt. Zia Batóra kraup
á kné á arinhellunni og formælti
dóttur sinni. Hún formælti móð-
urmjólkinni, sem gefið hafði
barninu næringu. Hún formælti
hærum sínum. Og hún sór við
gullna róðukrossinn á talnaband-
inu sínu, að hugsa aldrei fram-
ar um dóttur sína, nema sem
svarinn óvin. Þann veg bjó hún
alein í húsi, snauð að huggun og
von. Hún leit á sjálfa sig sem
smánaða og sveið sáran velgengni
þeirra stéttarsystra, sem afbrýði-
semin hafði gert að óvinum
hennar.
Þó varð ekkert merki sorgar
né beiskju séð í fölu, stranglegu
andliti hennar, heldur ekki í hörð-
um, köldum og hálflokuðum aug-
um hennar né á þunnu, hvítu vör-
unum.