Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 10
£) VÖL.
ið til kirkjunnar, hélt skrúðgangan
af stað. Fyrst gekk prestur og bar
mjótt, logandi vaxkerti. Á eftir
honum kom fylking biðjandi
manna frá ýmsum þorpum, undir
fánum trúarfélaga sinna. Sérhver
skrúðfylking gekk einn hring um-
hverfis kirkjuna. hvarf aftur inn
og kom út að nýju vegna nýrrar
gjafar. Þannig gátu tylftir slíkra
skrúðgangna farið fram stutta
morgunstund.
Gagnstætt öllum þessum hátíð-
leika, gáfu hinir léttúðugu sig á
vald þjóðdönsum sínum — „duru-
duru“-dönsunum, hinum megin á
torginu. Glaðværðin var mikil,
þrátt fyrir ryk og steikjandi sól-
arhita; Götusalar gengu um meðal
mannfjöldans og buðu hinum
hungruðu hressingu og svala-
drykk hinum þyrstu.
Zia Batóra gekk inn í kirkjuna.
Hún var troðfull af fólki, sem
komið var víða að, ólíkt að klæða-
burði og mælti á ólíkum tungum.
Sumt hafði komið margra mílna
leið, berfætt og með óhjúpuð höf-
uð. Frá þessum sundurleita söfn-
uði heyrðist látlaus kliður, sem
nálgaðist hávaða. Kvenfólkið
masaði í sífellu, án þess að vera
sér meðvitandi um hávaðann, sem
það gerði.
Ziu Batóru gekk erfiðlega að
komast leiðar sinnar gegnum
mannþröngina og tók það ráð, að
ýta við náunganum. Með þolin-
mæði og þrautseigju tókst henni
að lokum að komast inn á mitt
kirkjugólfið, þar sem hún var vön
að biðjast fyrir.
„Hvað er um að vera?“ spurði
hún kunningjakonu sína.
„Það er ung stúlka, sem illur
andi er i,“ svaraði konan, sem á-
vörpuð var. Henni var mikið niðri
fyrir. „Að lokinni guðsþjónustu
verður reynt að reka hann út af
henni. Megi drottinn veita guðs-
móður að gera kraftaverk. Þetta
hefir borizt til eyrna alls mann-
fjöldans, og allir eru titrandi af
ótta og skelfingu. Það er haldið,
að hin glataða sál sé sál prests,
sem gerðist trúníðingur," hvíslaði
hún með dularfullum svip.
„Hvaðan er stúlkan?"
„Frá Ala. Menn segja, að prest-
ur þar hafi rekið út andann. En
andinn fékk hvorki inngöngu í
himnaríki né í hreinsunareldinn,
og jafnvel ekki í helvíti, svo að
hann var neyddur til að reika um
á jörðunni, unz hann fór að lokum
inn í líkama þessa saklausa barns.“
„En hvað þetta er hræðilegt!“
„Já, vesalings stúlkan verður að
þola stöðugar pyndingar og hegð-
ar sér eins og hún væri vitskert.
Hún froðufellir, æpir og guðlast-
ar. Líkamsþrek hennar er undra-
vert, miðað, við aldur hennar.
Hún brýtur allt, sem hún nær til.“
Það fór hrollur um Batóru og
hún leitaðist við að sjá í svip
þessa aumkunarveröu sjón.
„Hún er ekki í kirkjunni núna.
Það verður komið með hana í
böndum að lokinni guðsþjónustu.“