Dvöl - 01.01.1941, Page 13
D VÖL
7
sitt með leyndardómsfullri röddu.
Og hún þóttist heyra konuna frá
Ala mæla á þessa leið:
„Hvers vegna kemur þú hingað
með harm í hjarta? Hvers hefir
þú að óska? Hvað þarft þú að
biðja um? Enginn er vansæll nema
ég. Hvaða móðir getur verið eins
ógæfusöm og ég? Batóra, Batóra,
vinn þú bug á stærilæti þínu.“
Og nafn hennar var endurtekið
þúsund sinnum af bergmáli kirkj-
unnar. Öldur iðrunar og sam-
vizkubits ólguðu í brjósti hennar,
eggjuðu hana til að snúa sér við
og kyssa kinnar ungbarnsins, en
hún ggt það ekki, þó að hún næst-
um þvi fyndi andardrátt þess á
andliti sínu. Nei, hún gat það ekki
ennþá.
Hin átakanlega sjón við altarið
— sá móðurharmur og móðurkær-
leiki, er þar gat að líta, hafði kom-
ið af stað ölduróti í huga Batóru,
og grátekki móðurinnar, sem yf-
irgnæfði ópin 1 barninu, olli henni
sárra, líkamlegra þjáninga. Hún
vissi ekki hvar eða hvernig, en
hún fann til líkt og tekið væri
fyrir kverkar henni og verið væri
að kyrkja hana.
Andsetna stúlkan brauzt um og
tókst að slíta af sér böndin. Það
varð að kalla á lögregluna til að
halda henni. Prestarnir leituðust
við að fá hana til að kyssa róðu-
krossinn, en þær tilraunir höfðu
þau ein áhrif, að hún guðlastaði
þvl meira.
Allt í einu tók Batóra eftir þvi,
að móðir stúlkunnar reis á fæt-
ur, eins og eftir innri skipan, og
tók að þerra tár sín. Hún tók
róðukrossinn af prestinum og hélt
honum framan við ándlit dóttur
sinnar. Svipur hennar bar vott um
hina dýpstu lotningu.
Litla stúlkan var nú alveg ró-
leg augnabliksstund. Það var eins
og töfrar væru hér að verki.
Augnaráð hennar varð þreytulegt
og dreymandi. Hún kraup á kné
í bæn og endurtók í sífellu orðin:
„Ave María,“ með röddu, sem hún
hafði fullt vald yfir og var þrung-
in tilbeiðslu.
„Figlia mia — dóttir mín,“
hrópaði móðir hennar gagntekin
af gleði.
Mannfjöldinn kraup á kné og
tók með skjálfandi röddu undir:
„Ave María“.
Það hafði gerzt kraftaverk. Frá
öllum söfnuðinum heyrðist grát-
ekki og kveinstafir, sem er ein-
kenni óttans við hið yfirnáttúr-
lega, einkenni undrunarinnar og
hræðslunnar, sem maðurinn finn-
ur hið innra með sér, þegar hann
í smæð sinni stendur andspænis
hinu leyndardómsfulla.
Zia Batóra var ein af þeim, sem
þetta reyndi.
Hún sneri heim á leið til þorps-
ins síns og bar barnið í faðmi sér,
en Sadurra gekk við hlið hennar.
En íbúarnir í Bitti sögðu hver við
annan: „Þetta ár hefir hin heilaga
guðsmóðir gert frekar tvö en eitt
kraftaverk."