Dvöl - 01.01.1941, Side 18

Dvöl - 01.01.1941, Side 18
12 DVÖL rótt. Öræfakyrrðin luktist um okk- ur. Austan kvíslarinnar sást ekkert kvikt, nema ein álftahjón með unga, sem styggðust lítilsháttar við komu okkar, en fóru þó ekki lengra burt en góðu hófi gegndi og hefir víst þótt sem þau ættu hér meiri rétt til beitilands en ferða- % langar þessir. Við stigum af baki hjá laugunum, og meðan Ágúst hefti klárana, fór ég að leysa bagg- ana, og innan skamms var tjaldið reist og „prímusinn" tekinn að suða. En rétt við tjaldið óðu klár- arnir gulstörina í kvið og neðan á siðu og hámuðu í sig stargresið. Þó að kvöldið væri yndisfagurt, flýtt- um við okkur samt að taka á okkur náðir, því að næsta dag skyldi risið árla úr rekkju, en þá var ferðinni heitið undir Arnarfell hið mikla. Ýmsir eru þeir staðir á öræfum landsins, sem hafa sérstakt, dular- fullt seiðmagn. Einn þeirra er Arn- arfell. Frá bernskuárum mínum hafði ég oft til þess hugsað og langað að koma þangað. Ég veit þó varla af hvaða ástæðum. Ef til vill eru það óljósar sagnir um útilegu- menn, sem laðað hafa æfintýra- gjarnan hug unglingsins, eða þá ljóðlínur úr kvæði Gríms Thom- sen: „Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn." Eða þá að nafnið eitt, Arnarfell hið mikla, hefir nægt til að vekja þessa löngun. Og nú átti draumurinn að rætast að morgni. Að vísu var ég ekki kominn upp undir Arnarfell í neinni æfin- týraleit, heldur til þess að rann- saka gróður á þessum slóðum, en það var mér kunnugt, að í þeim efnum hafði Arnarfell mikið að bjóða. Og út frá slíkum hugleiðing- um sofnaði ég. Næsta morgun, mánudaginn 22. júlí, risum við árla úr hvílupokum. Áburðarhesta og farangur skildum við eftir, en fórum lausríðandi austur sandana í stefnu á Arnar- fellsmúla. Sólskin var og bliðviðri, og toppurinn á Arnarfelli, sem gægðist yfir skriðjökulsbunguna, virtist bjóða okkur velkomna í heimsóknina. Út frá suðausturhorni Hofsjökuls gengur skriðjökull mikill og sund- urtættur af sprungum. Fram af honum skaga öldur og hryggir, hinir svonefndu Múlar. Hefir jök- ullinn skapað þá af framburði sín- um á liðnum öldum. Mjög virðist jökullinn hafa verið ókyrr á þess- um slóðum. Fyrir tæpum 100 árum lýsir Þjóðverjinn Sartorius v. Wal- tershausen jökulöldum þessum svo, að þrír lítt slitnir jökulgarðar liggi fram með jökulröndinni, en á þeim fremsta þeirra séu götuslóðar fornir. Síðan þetta var hefir jökull- inn gengið fram og hulið tvo efri garðana, svo að einungis hinn fremsti þeirra er óskaddaður. En nú er jökullinn tekinn að draga sig til baka á ný, og skilur hann eftir mikla jökulurð, sem enn hvilir þó vafalaust víða á hjarnbreiðum undir niðri. Milli hinnar nýju urð- ar og gamla garðsins, er grunn dæld, 100—200 metra breið, með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.