Dvöl - 01.01.1941, Side 22

Dvöl - 01.01.1941, Side 22
16 DVOL oft hinn þroskamesta gróður, þótt í nábýli sé við háfjöll og jökla. Engum, sem nokkuð hefir kannað þessa hluti, getur dulizt, að sú skoðun fræðimanna er rétt, að það sé vindurinn, en ekki kuldinn, sem úrslitum ræður í því að skapa hin- ar víðlendu auðnir á hálendi ís- lands. Neðanvert í Arnarfellsbrekkunni er samfellt kjarr gulvíðis og loð- víðis, víðast hnéhátt, en sums stað- ar þó hærra. Einkum verða runnar þessir þroskalegir í gilbörmum og jarðrennslishöllum, þar sem bezt er skýlt og snjór sennilega hlífir lengst á vetrum. Eru runnar þeir tilsýndar eins og dökk belti og geirar upp eftir hlíðinni. Á milli runnanna er mesta fjölgresi, bæði grasa og blómjurta. Þar eru ilm- andi reyrskúfar, glæst burnirótar- og blágresisstóð, og hvarvetna, þar sem raki er nægur, eru hvannir líkt og i Múlunum. f dældum ber blóm- stóðið runnana víðast ofurliði. Er kemur í hér um bil 800 metra hæð, hætta víðibreiðurnar að vera sam- felldar. Þar skiptast grasbrekkur með túnvingli og stinnustör á við bláberjalautir. Á hæstu rimum vex gamburmosi og fléttur, hreindýra- mosi og tröllagrös, og stingur hinn guli og grái litur þeirra mjög í stúf við runnana og blómstóðið. Allt upp undir 800 metra hæð teygja sig geirar, vaxnir þursaskeggi, vinglum og stinnustör, en þar fyrir ofan er gróður lítill, annar en mosaþembur á stangli, enda taka * þá víða við lausagrjótsskriður, þar sem enginn teljandi gróður nær fótfestu. Til marks um fjölbreytni gróðursins í Arnarfelli skal þess getið, að alls fann ég þar 97 teg- undir blómjurta og byrkninga. Er það geysihá tala á svo litlu svæði, ekki sízt þegar þess er gætt, að gróðurtorfan liggur i 600—800 m. hæð yfir sjó. Þó má gera ráð fyrir, að ekki hafi öll kurl til grafar kom- ið við svo skjótlega skoðun. Er þetta skýrt dæmi þess, hvílík fjölbreytni og frjósemd gróðurs er oft á smá- blettum inni í öræfum landsins. Því að varla getur Arnarfell talizt einsdæmi, þótt jafn þróttmikill gróður sé sjaldséður svo hátt uppi. Feginn hefði ég viljað dvelja lengur undir Arnarfelli, en nú var orðið mjög áliðið dags, og ég hafði ákveðið að litast betur um 1 Múl- unum á heimleiðinni. Tókum vlð því hestana og riðum af stað. Aftur var staðnæmzt við tjald útilegu- mannanna. Voru þeir þá nýlega komnir heim úr varðreið sinni. Meðan ég labbaði niður um flána og upp í jökuluröina og leit eftir gróðri, elduöu þeir grasagraut til að gæða okkur á. Gnótt er þar fjallagrasa og höfðu þeir grasa- tínslu sér til dægrastyttingar milli varðferðanna. Sól var sigin til við- ar, þegar við kvöddum þá Múlabúa og héldum á ný vestur með Múlun- um og yfir sandana. Lögðum við þar nokkurn krók á leið okkar, til þess að skoða mannvirki nokkurt, er við höfðum séð tilsýndar um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.