Dvöl - 01.01.1941, Síða 25

Dvöl - 01.01.1941, Síða 25
D VÖL 19 En stormurinn gleymir þér undir eins, hann hefir nóg að sýsla, nóg af höttum til þess að feykja, óþrot- legt rusl til þess að þyrla í loft upp. Hann skellir hurðum, ýlir við stiga- þrep og gluggakarma, gnauðar við þakhellur og sviptir og togar í trjá- krónur, og rétt í sömu andrá og hvað mest gengur á, æðir hann veinandi fyrir næsta horn eins og ólmur strákur, sem framið hefir ó- þokkabragð. Þannig kemur veturinn í stór- borgina: hvorki með hlýviðri né úrkomu, heldur með gjóst, mold- rok og biturt frost, sem læsir sig gegnum fötin og nístir hörundið. Á götunum er fólk í þykkum loð- kápum og síðum yfirfrökkum, með kragann brettan upp að eyrum og^ fingravettlinga á höndum; það er krökt af frostbláum nefjum og vot- um augum; þar er meira en nóg af kvefi og hósta. Gæfumaður sá, sem á hlýja stofu og góðan ofn. Haraldur Sveinsson, cand. jur., baksar niður götuna, dúðaður í þykkan frakka. Hann gengur álút- ur; stormsveljandinn er napur; hann heldur frakkanum að hálsin- um með annarri hendi, í hinni er hann i útkulnaðan vindil. Hann nemur ^taðar annað veifið og skirp- ir. Haraldur Sveinsson er annars ekki vanur að vera síhrækjandi. í kvöld hefir hann farið úr einum ryksveipnum í annan og er allur einhvern veginn útbelgdur. Þetta er fimmti dagurinn, sem hann er í borginni; í fimm daga hefir verið austan þræsingur, þurrviðri og kuldi. Og hann hafði vonazt eftir hlýindum og sólskini og góðum dögum! Mikill fáviti gat hann ver- ið! Hann átti þó að vita, að það var komið fram yfir vetumætur, senn liðið að lokum októbermánaðar. Kynlegt, að þegar hann hugsaði í fjarlægð um borgina, þá kom hon- um ávallt sumar og hlýindi í hug; yndislegir dagar undir heiðum himni, glaðværar raddir undir laufguðum trjám, hugðnæmt skraf góðra vina, töfrandi rökkur og hita- móða, ljós á reiðhjólum frammi við vötnin, bjölluhljómur og léttir hlátrar, söngur í fjarska og ástríðu- þrungið hvísl í skuggasælum dyrum seint á kvöldi. Sú var tíðin, að hann hafði verið í borginni að vetrarlagi, marga og slæma vetur. Og nú, þegar hann streitist á móti storminum, kaldur og illa farinn og sár fyrir brjósti af þessu bölvuðu moldryki, flykkj- ast honum í hug allir þeir erfiðu vetur, sem hann hefir lifað hér, með hrímgaðar gluggarúður á níst- ingsköldum morgnum, þegar hann vaknaði til að sýta og svelta og horfa á ryðbrúnan ofninn, sem eldsneytið vantaði í. Og afborið hafði hann alla þessa heljarvetur í súðarherberginu niðri við höfnina, við dragsúg og veðraham og mjöll á gólfinu á hverri nóttu — þraut- seigur er maðurinn að þola allt þetta, þó að hann hafi samlagazt siðmenningunni í mörg hundruð ár. Haraldur Sveinsson nemur stað-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.