Dvöl - 01.01.1941, Blaðsíða 25
D VÖL
19
En stormurinn gleymir þér undir
eins, hann hefir nóg að sýsla, nóg
af höttum til þess að feykja, óþrot-
legt rusl til þess að þyrla í loft upp.
Hann skellir hurðum, ýlir við stiga-
þrep og gluggakarma, gnauðar við
þakhellur og sviptir og togar í trjá-
krónur, og rétt í sömu andrá og
hvað mest gengur á, æðir hann
veinandi fyrir næsta horn eins og
ólmur strákur, sem framið hefir ó-
þokkabragð.
Þannig kemur veturinn í stór-
borgina: hvorki með hlýviðri né
úrkomu, heldur með gjóst, mold-
rok og biturt frost, sem læsir sig
gegnum fötin og nístir hörundið.
Á götunum er fólk í þykkum loð-
kápum og síðum yfirfrökkum, með
kragann brettan upp að eyrum og^
fingravettlinga á höndum; það er
krökt af frostbláum nefjum og vot-
um augum; þar er meira en nóg
af kvefi og hósta. Gæfumaður sá,
sem á hlýja stofu og góðan ofn.
Haraldur Sveinsson, cand. jur.,
baksar niður götuna, dúðaður í
þykkan frakka. Hann gengur álút-
ur; stormsveljandinn er napur;
hann heldur frakkanum að hálsin-
um með annarri hendi, í hinni er
hann i útkulnaðan vindil. Hann
nemur ^taðar annað veifið og skirp-
ir. Haraldur Sveinsson er annars
ekki vanur að vera síhrækjandi. í
kvöld hefir hann farið úr einum
ryksveipnum í annan og er allur
einhvern veginn útbelgdur. Þetta
er fimmti dagurinn, sem hann er í
borginni; í fimm daga hefir verið
austan þræsingur, þurrviðri og
kuldi. Og hann hafði vonazt eftir
hlýindum og sólskini og góðum
dögum! Mikill fáviti gat hann ver-
ið! Hann átti þó að vita, að það var
komið fram yfir vetumætur, senn
liðið að lokum októbermánaðar.
Kynlegt, að þegar hann hugsaði í
fjarlægð um borgina, þá kom hon-
um ávallt sumar og hlýindi í hug;
yndislegir dagar undir heiðum
himni, glaðværar raddir undir
laufguðum trjám, hugðnæmt skraf
góðra vina, töfrandi rökkur og hita-
móða, ljós á reiðhjólum frammi við
vötnin, bjölluhljómur og léttir
hlátrar, söngur í fjarska og ástríðu-
þrungið hvísl í skuggasælum dyrum
seint á kvöldi.
Sú var tíðin, að hann hafði verið
í borginni að vetrarlagi, marga og
slæma vetur. Og nú, þegar hann
streitist á móti storminum, kaldur
og illa farinn og sár fyrir brjósti
af þessu bölvuðu moldryki, flykkj-
ast honum í hug allir þeir erfiðu
vetur, sem hann hefir lifað hér,
með hrímgaðar gluggarúður á níst-
ingsköldum morgnum, þegar hann
vaknaði til að sýta og svelta og
horfa á ryðbrúnan ofninn, sem
eldsneytið vantaði í. Og afborið
hafði hann alla þessa heljarvetur í
súðarherberginu niðri við höfnina,
við dragsúg og veðraham og mjöll
á gólfinu á hverri nóttu — þraut-
seigur er maðurinn að þola allt
þetta, þó að hann hafi samlagazt
siðmenningunni í mörg hundruð ár.
Haraldur Sveinsson nemur stað-