Dvöl - 01.01.1941, Side 30

Dvöl - 01.01.1941, Side 30
24 DVÖL leltur og íeitur; það glampar á höf- uðið, eins og fílabein, hann hefir gleraugu, sem stækka augun í hon- um hlægilega mikið; hann líkist helzt fiðrildi eða flugu. Haraldur Sveinsson sezt: Enginn sér það á honum, að hann er hræðilega von- blekktur, að hann hefir vænzt allt annars. Ojæja, hefir lifið breytzt? Er það ekki ávallt vonbrigði á von- brigði ofan, ef þú vonast eftir ein- hverju, þá gerist það aldrei, en sé eitthvað, sem þú ætlar að sneiða hjá, tekst ekki betur til en svo, að þú lendir beint í flasið á því? Til- veran er ekki auðskilin, enda þótt við gerum okkur örvita við heila- brot um hana og líkjum henni við hitt eða þetta — samt aldrei við það, Haraldur Sveinsson, sem bezt væri að likja henni við, blindhrið, niðaþoku, þar sem forlögin hafa okkur að leiksoppi, án þess að við náum settu marki, nema í eitt ein- asta skipti. Og Haraldur Sveinsson lítur á vindilinn sinn, það er dautt í honum; hann leggur hann frá sér og kveikir í nýjum vindli. Það er glaumur umhverfis hann, svæfandi og seiðandi, hvað er það, sem hljómsveitin leikur? Cavalleria rusticana? Þeir gætu spilað hvað sem væri, það heyrðist ekki mikið I öllum þessum hávaða. Hann hallar sér aftur á bak í stólnum, hann sit- ur og horfir í tóbaksreykinn, hann starir sig blindan, honum finnst kaffihúsið líða brott, hverfa í reyk og þoku; hann er ekki einstakling- ur lengur, hann er óaðskiljanlegur hluti af heild, af veraldarsjó af skvaldri, hann finnur flauminn skolast í gegnum sig eins og vatn, sem hripar niður í sand og möl í hálfþomuðum árfarvegi. „Má ég tylla mér hér, með yðar leyfi?“ Það er spurt þurrlegri og skrækri röddu. Hann hrekkur við. Frammi fyrir honum stendur litill maður, gráhærður og lotinn, með rottuandlit, stingandi augu, þrjá sultardropa í gráu skeggi. Hann hefir dregið stólinn til hálfs undan borðinu til að geta setzt og styður hönd á stólbakið. Haraldur Sveins- son skotrar að honum augunum. „Gerið þér svo vel,“ segir hann, „ég er að fara.“ Honum hafði ekki hvarflað í hug að fara — en að sitja við hliðina á þessum náunga! Hann man gerla eftir honum. Hann var vanur að koma um ellefuleytið og dorma og éta, þar til klukkan var orðin rúmlega eitt. Hann át með augum, nefi og munni, grandskoðaði hvern bita, hnusaði að matnum, það murraði i honum, þegar hann át; hann bar keim af rottu. Haraldur Sveinsson stendur upp. Þjónninn kemur og hjálpar honum í frakkann. Hann fer út. Vindurinn þyrlar skarni í andlitið á honum; það er sami gjósturinn og nístandi kuldabitran, ruslið hvirflast 1 sveipi eins og áður. Haraldur Sveinsson hlúir vel að hálsinum með frakka- kraganum. Svo ambrar hann út í myrkrið og kuldann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.