Dvöl - 01.01.1941, Page 34

Dvöl - 01.01.1941, Page 34
28 DVÖL Það er ekki nema eðlilegt, að menn hafa gert þetta meðan engin raun var fengin fyrir því, hversu trén myndu dafna. En af þeim dæmum, er menn nú hafa fyrir sér, ættu allir, sem ætla sér að koma görðum upp við heimili sín, að forðast eins og heitan eld að setja tré svo nálægt suðurhlið húsa, að af þeim beri skugga á gluggana, er fram líða stundir, Ég hefi hvað eftir annað rekið mig á, að menn telja val garð- stæðis vandaverk, en það er það yfirleitt ekki. Trén geta vaxið í hvaða jarðvegi sem er, sé hann ekki of rakur, og ófrjóan jarðveg má gera frjósaman á skömmum tima. Það er engar reglur hægt að gefa um val garðstæðis. En fyrst verða menn að gera sér Ijóst, hvort þeir vilja hafa garðana heima við bæinn eða úti í túnfæti eða ann- ars staðar. Venjulega kjósa menn að hafa garðana heima, nema þar, sem sérstaklega hagar til, eins og til dæmis þar, sem klettar rísa skammt upp af bæjum, eða þar, sem klapparholt standa upp úr túni. Þá getur komið til mála, að setja garðinn þar. Venjulega kjósa menn að hafa trjálundina rétt við bæina, og þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort ekki sé hægt að hafa gagn af trjá- görðunum jafnframt því, sem þeir eru heimilisprýði. Hvort ekki væri hægt að láta trjálundina veita hús- unum skjól, í stað þess, að láta húsin skýla þeim. Vissulega er mjög oft hægt að koma þessu þannig fyrir, ef bæimir standa ekki á hæð eða hól. En þá verður að áætla lundinum nægilega stórt svæði, til þess að yztu trén í hon- um geti veitt þeim, sem innar standa, nægilegt skjól, svo að þau nái fullum þroska. Ég geri ráð fyr- ir, að hægt væri að koma fyrir fögrum trjálundi, sem veitti bæn- um skjól af tveim eða jafnvel þrem áttum, á svæði, sem væri milli hálf og heil vallardagslátta að stærð. Slíkum trjálundum myndu fæstir koma upp á skemmri tíma en nokkrum árum. En það er rétt að gera sér fyllilega grein fyrir því, er menn hefja trjárækt, að hvaða marki beri að stefna, og velja garð- stæðið þannig, að hægt sé að stækka garðinn eftir þörfum. Ætli menn sér ekki að færast mikið i fang, má eðlilega hafa trjálund- ina minni. En það er í mesta máta óráðlegt að byrja með minna garð- stæði en 900 fermetra, og helzt þyrftu garðarnir að vera stærri. Því að þegar trén vaxa upp, ná þau langtum betri þroska í stórum görðum en litlum. Girðing. Þegar garðstæði hefir verið valið, er næsta skrefið að girða það. Er mikils um vert, að girðingin sé vönduð. Á henni þarf að vera hlið, sem auðvelt sé að opna og loka. Meðan erfitt er að ná í erlent girð- ingarefni ætti að mega notast við hina gömlu aðferð, að hlaða garð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.