Dvöl - 01.01.1941, Qupperneq 38
32
DVÖL
hendinni. Að þvi loknu er stigið
með öðrum fæti allt í kring um
plöntuna. Heldur maður þá venju-
lega í topp plöntunnar á meðan,
til þess að hún skekkist ekki í hol-
unni. Þegar gróðursett er, er mjög
áríðandi að gæta þess, að plantan
standi ekki dýpra í jörðu eftir
gróðursetningu heldur en hún
hefir staðið áður. Mörgum hættir
við að gleyma þessu, og mesti urm-
ull plantna hefir dáið af því ein-
göngu, að þessa var ekki gætt. Og
jafnvel þótt plantan sé ekki sett
svo djúpt, að henni sé taráður bani
búinn, kippir það mjög úr vexti,
ef hún er sett dýpra en henni er
eðlilegt.
Það er mikils um vert, að moldin
sem setja á í, hafi verið vel unnin,
og allra bezt er, ef jarðvinnsla hefir
farið fram, að minnsta kosti einu
sinni, hálfu ári áður en gróður-
setning er framkvæmd. Yfirleitt
er þægilegra að setja plöntur í beð
heldur en í holur. Jarðvinnslan
verður betri á þann hátt, og auk
þess verður öll hirðing léttari. Ekki
er hægt að gefa neinar reglur um
það, hve þétt skal setja plöntur í
upphafi. í frjóum og góðum jarð-
vegi mega plöntur standa gisnar
en á ófrjóu landi. í útjöðrum garða
verður að planta þéttar en inni í
görðunum. Séu plöntur settar þétt,
vaxa þær að jafnaði miklu hraðar
en gisnar plöntur. En af þvl að
plönturnar kosta nokkurt fé, og
menn hafa oft minna af þeim en
skyldi, er freisting að setja þær
eins gisið og mögulegt er. Við út-
jaðra garða má telja sæmilegt að
hafa helmingi lengra milli plantn-
anna en meðalhæð þeirra er. Inni
í görðum má hafa bilið upp undir
helmingi lengra eða fjórum sinn-
um hæð plantnanna. Reynivið má
ávallt setja gisnar en björk.
Sáning.
Fyrir þá, sem ætla sér að koma
upp stórum görðum, er sjálfsagt að
sá til trjáa. Á þann hátt er hægt
að fá gnægð plantna fyrir lítið
verð á fáum árum. Sáning birki-
fræs er mjög einföld. Birkifræi má
sá í hvers konar jarðveg, en það
sprettur einna bezt á fyrsta ári,
ef jarðvegurinn er ofurlítið deig-
lendur. Fræinu má sá í flög, sem
gerð eru á þann hátt, að ristar
eru lengjur úr grassverðinum með
torfljá. Þó má ekki rista svo djúpt,
að ljárinn skeri alveg niður úr
grasrótunum. Dálítill rótarþófi
verður að vera eftir í flaginu, því
að annars veltir holklakinn ung-
viðinu þegar á fyrsta hausti. Birki-
fræinu er dreift um flagið, og á
því troðið með fætinum. Það þarf
ekki að hylja það moldu. Fræinu
má einnig sá í beð, og við það
verður eftirtekjan meiri. En um-
hirðan vex að sama skapi.
Hirðing og grisjun.
Hirðing garða er fólgin í því að
sjá um að plöntunum líði ávallt
sem bezt. Mestrar aðhlynningar
þurfa plönturnar með fyrsta árið