Dvöl - 01.01.1941, Síða 41
D VÖL
35
Breima í ILonisíana
Eftir M. J. Jlat'Lcod
Magnús A. Árnason þýddi
Ég hefi sofið illa síðan á föstu-
dagsnóttina eð var. Kvöldið áður
var brennan. Ég er alltaf að vakna,
hræddur og sveittur, og heyri
snarka í logunum, rétt eins og ég
væri kominn þangað aftur. Það er
næstum eins og samvizkan sé að
gera vart við sig. En svo er þó ekki;
það væri ekkert vit í því. Ég býst
við, að það sé fremur borgaralegt
stolt.
Það byrjaði allt í síðasta mán--
uði, þegar Milly Platt varð þess á-
skynja, að hún var þunguð. Hún
rauk af stað og ákærði negra einn,
sem kallaður er Sam Calhoun. Og
Þá fór skriðan af stað.
Pólk sagði, að Milly væri frá Ten-
nessee. Fyrir tveimur árum, þegar
bómullariðjan var í blóma, kom
hún hingað og fékk vinnu við rokk-
ana. Það hélzt þangað til viðskipt-
úm hrakaði aftur; þá var henni
Sagt upp vinnunni, ásamt tvö
hundruð öðrum. En hún fór ekki
þeim til sín aftur. Hún slæptist í
Warrenstown; og skömmu síðar
aði og nokkurri vinnu. Ég vona, að
sem flestir bændur og húsmæður
°g reyndar allir, sem ráð hafa á
nfurlitlum lóðarskika, mættu verða
hennar aðnjótandi sem allra fyrst.
tók fjölskylda ein hana til sín til
þess að þvo þvotta og gæta barna.
Ég sá hana í fyrsta skipti fyrir
svo sem hálfum mánuði. Það var
einn af þessum mollulegu sumar-
dögum; negrarnir höfðu raðað sér
meðfram götunni fyrir neðan, sátu
á gangstéttunum og köstuðu ten-
ingum. Ég var að horfa út um
gluggann, hálf dreymandi, og sá
þá þessa stúlku koma hlaupandi
inn um framdyrnar. Nokkrum
augnablikum síðar kom hún inn í
stöðina með fasi miklu og másandi
af mæði.
„Sælar, Miss Platt,“ sagði ég. „Er
nokkuð að? Hvað get ég gert fyrir
yður?“
„Ég þarf að leggja fram kæru,“
segir hún, „formlega, á pappír.“
„Fyrir hvað?“ segi ég.
„Fyrir glæpsamlega árás,“ segir
hún og horfir beint framan í mig,
eins og ég væri sekur. Hún var
allra laglegasta stúlka, með fjör-
leg, blá augu og hár, sem var upp-
litað eins og sina.
„Og maðurinn?“ spurði ég hana.
„Negri,“ segir hún, „sem á heima
úti á Baton Rouge-vegi.“
Við töluðumst við í langan tíma,
áður en ég fékk henni skjölin til
að fylla þau út. Hún var ekki sér-