Dvöl - 01.01.1941, Síða 52

Dvöl - 01.01.1941, Síða 52
46 D VÖL var ennþá dálítið utan við sig, eins og hann vissi ekki, hvar hann væri. „Hvað gengur að þér, Skarði?“ sagði Jed. „Er þér illt í maganum, eða hvað?“ Þetta kom okkur öllum til að hlæja. Við hálf-lyftum honum og hálf- ýttum honum upp á þakið á bif- reiðinni. Jed og Joe klifruðu upp á eftir. Þeir fengu hann til að standa á fætur og meðan Jed studdi hann, kom Joe snörunni fyrir um hálsinn á honum. Síðan hoppuðu þeir niður aftur. Negrinn stóð þar einn. Hann var hræðilegur á að líta. Snaran var það eina, sem aftraði honum frá að falla niður. Hann togaði í hana með höndun- um. Hann laut höfðinu. Fötin hengu utan á honum, gegnblaut af blóði og benzíni. Svitinn bogaði af andliti hans. Hann mælti ekki orð. Mel ætlaði inn í bílinn, en Jed stöðvaði hann. „Bíddu augnablik,“ sagði hann, „kannske, surtur vilji bera fram síðustu óskina.“ Allir horfðu á negrann. Það var ekki að sjá, að hann hefði neitt heyrt. Varirnar bærðust. „Flýttu þér nú,“ sagði Jed, „við bíðum ekki eftir neinni líkræðu." Negrinn leit ekki við honum. Hann lyfti höfðinu hægt, þangað til hann starði beint upp í tunglið. Varirnar tóku að hreyfast. Hend- urnar hengu niður með síðunum. Röddin var lág og loðmælt: „Fyrirgef þeim syndir þeirra, drottinn. Þeir vita ekki, hvað þeir gera,“ sagði hann. Hvergi var nokkurt hljóð að heyra. Allir horfðu á negrann. Tíu sekúndur hafa ef til vill liðið, án þess að nokkur mælti orð. Þá stökk Mel inn í bifreiðina. „Ég læt ekki negrabullu hindra mig,“ hvæsti hann. Hann steig á benzínsveifina, og bifreiðin hentist áfram. Þetta skeði allt eins hratt og elding riði yfir. Negrinn drógst aftur af bifreiðinni. Kaðallinn tognaði. Og negrinn dinglaði í lausu lofti. Það heyrðust brestir í hálsliðunum. Ég hefi aðeins einu sinni heyrt svipað hljóð áður. Það var þegar ég var strákhnokki. Ég horfði á pabba gamla drepa kú. Hann sló hana í hausinn með sleggju. Hljóðið var alveg eins. Við létum hendur standa fram úr ermum að hengingunni afstað- inni. Það var stór viðarhrúga undir álmtrénu. Allir tóku sprek úr henni og létu undir líkið. Það var hægt að sjá skuggann af skrokki negrans líða fram og aftur í grasinu í tungl- skininu. Við helltum benzíni yfir köstinn og bárum eldspýtu að. Það tók að skíðloga. Eldurinn læsti sig í föt negrans. Kaðallinn tók að brenna. Hann slitnaði, og negrinn féll með braki niður í bálið. Síðan fórum við. Það er sagt, að kona negrans hafi farið út eftir daginn eftir og grafið það, sem eftir var af honum. Ég hefi ekki sofið vel síðan. Það er engu líkara en samvizkan sé að gera vart við sig; en það væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.