Dvöl - 01.01.1941, Page 55

Dvöl - 01.01.1941, Page 55
dvöl 49 inni, og sagðist gjarna vilja fá matarbita og næturgistingu, ef þess væri kostur. En væri það ekki hægt, yrði hann mjög feg- inn, ef sér væri sagt til vegar til næsta þorps, og bætti því við, að hann gæti borgað slíka fyrir- greiðslu. Enn voru bornar fram nokkrar spurningar og látin í ljós undrun yfir því, að hann skyldi finna húsið, úr þeirri átt, sem hann segðist hafa komið. En andsvör hans eyddu .sjáanlega allri tor- fryggni, því að húsráðandi mælti: .,Ég kem að vörmu spori. Þú mundir tæplega rata til byggða í nótt, og leiðin er hættuleg.“ Eftir skamma stund var hurðinni hrundið upp, og út kom stúlka með Pappaljósker í hendi. Hún lét birt- una falla á andlit komumanns, en síálf dró hún sig inn í skuggann. Hún virti manninn þegjandi fyrir sér og mælti síðan: „Bíddu, ég fer °g sæki vatn.“ Hún kom með Þvottaskál, setti hana á dyraþrepið °g rétti gestinum þurrku. Hann hró af sér skóna og þvoði ferða- rykið af fótum sér. Síðan bauð hún honum inn í hreinlega stofu, sem var eina herbergið í húsinu, ef frá var talinn afþiljaður klefi, er not- aður var sem eldhús. Baðmullar- sessa var lögð undir hné honum, °g glóðarker sett fyrir framan hann. Nú fyrst gat hann veitt húsmóð- Urinni athygli. Hann var mjög snortinn af aðlaðandi og glæsilegri framgöngu hennar. Hún gat verið þremur eða fjórum árum eldri en hann, en þó var hún enn í æsku- hlóma. Hún var áreiðanlega ekki alþýðustúlka. Hún mælti með sín- Um ofur fagra raddblæ: „Ég bý hér ®in, og hingað koma aldrei gestir. En það gæti verið hættulegt fyrir þig að fara lengra í kvöld. Það eru reyndar fáeinir kotbæir hérna í grenndinni, en þú myndir ekki rata þangað Eylgdarlaust í myrkrinu. Þú getur verið hér til morguns. Það er ekki þægindunum fyrir að fara, en rúm geturðu fengið til að sofa í. Ég ímyncia mér, að þú sért svangur. Ég á dálítiö af graslauki, að sönnu ekki góðum, en hann er þér fúslega til reiðu.“ Komumaður \ar glorhungraður og varð þessu boði fegnari en frá megi segja. Unga stúlkan lífgaði eld, tók þegjandi fram skálar og velgdi leifar af grænmeti og gras- lauki og grófgerðum hrísgrjónum og bar í skyndi i'yrir hann matinn og afsakaði mörgum orðum, hve lé- legur hann væri. Hún mælti ekki orð frá vörum, meðan hann mat- aðist. Hin prúða framkoma henn- ar gerði hann feiminn. Hún svar- aði þeim fáu spurningum, sem hann vogaði sér að bera fram, að- eins með hneigingu eða fám orð- um, svo að liann hætti brátt að brydda á samræðum. Hann gaf því gætur, að litla stof- an var fáguð hátt og lágt, og mat- arílátin voru tandurhrein. Þau fáu og ódýru húsgögn, sem þarna voru, voru snotur. Kennihurðirnar fyrir matarhillunni og fataskápnum voru úr hvítum pappa og höfðu verið skreyttar kínversku letri, frá- bærlega vel dregnu. Samkvæmt lögmálum þessarar listskreytingar voru þar ski'áð lieiti frægra ljóða eftir stórskáld: Vorblóm, Fjöllin og hafið, Sumarregn, Himinn og stjörnur, Haustmáni, Haustblær. Úti við einn vegginn var lágt altari með Búddha-mynd. Á því voru litl- ar dyr, er stóðu opnar; hurðin var gljáfægð. Inni fyrir sást minning- arspjald einhvers framliðins, en
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.