Dvöl - 01.01.1941, Page 60

Dvöl - 01.01.1941, Page 60
54 DV-ÖL dansa, og þú sagðir mér alla æfi- sögu þína. Þú varst dansmey; ég man enn nafn þitt.“ Og nú nefndi hann það. Það kom fyrst fát á hana, svo að hún gat engu orði fyrir sig komið, því að hún hafði liðið miklar þján- ingar og var orðin ellihrum og minnissljó. En hann ræddi ein- staklega hlýlega við hana og minnti hana á sitthvað, sem hún hafði sagt honum fyrrum, og lýsti fyrir henni húsinu, sem hún hafði búið í. Að lokum rankaði hún við sér. Þá grét hún af gleði og mælti: „Sannarlega hefir sá alvaldi, er heyrir bænir mannanna, leitt mig. En ég var ekki lík því, sem ég er nú, þegar mér ómaklegri hlotn- aðist heimsókn hins mikla meist- ara. Mér finnst það vera guðlegt kraftaverk, að hinn mikli meist- ari skuli þekkja mig aftur.“ Hún sagði honum, hvað á daga sína hafði drifið. Hún hafði neyðzt til að hverfa brott úr litla húsinu sínu, vegna örbirgðar; á gamals aldri hafði hún leitað að nýju í stórborgina, þar sem nafn hennar var löngu gleymt. Hana hafði tekið mjög sárt að yfirgefa heim- ili sitt, en það olli henni þó enn meiri hugraunum, þegar hún gerð- ist gömul og farin, að geta ekki framar dansað fyrir framan Búddhamyndina á kvöldin, til að gleðja sál þess, sem hún hafði elskað. Þess vegna var það, að hún vildi láta mála mynd af sér í dansskrúða og dansstellingum, til að hengja hjá Búddhamyndinni. Þessa ósk hafði hún beðið Kwan- non að uppfylla. Hún kvaðst hafa leitað til hins mikla meistara, vegna þess, hve frægur listamað- ur hann var; sig langaði til að málverkið yrði afburða fagurt, svo að það gleddi sál þess fram- liðna. Dansskrúða sinn hefði hún meðferðis, því að hún vonaði, að meistarinn vildi mála sig í honum. Hann hlustaði brosandi á mas hennar og svaraði: „Mér er það aðeins gleðiefni, að mála þessa mynd. í dag verð ég reyndar að ljúka verki, sem ekki þolir bið. En komir þú hingað á morgun, skal ég mála slíka mynd eins vel og mér er unnt.“ En hún svaraði: „Ég hefi ekki enn sagt meistaranum það, sem veldur mér mestri hugraun: Ég get ekkert boðið svo frægum manni að launum, nema þenna dans- búning. Hann var dýr einu sinni, en nú er hann einskis virði. Þó vona ég, að meistarinn vilji þiggja hann, því að hann er fágætur. Nú á dögum klæðast söngmeyjarnar annars konar búningum. „Láttu þetta ekki valda þér á- hyggjum," sagði málarinn. „Það gleður mig einungis að fá þetta tækifæri til að greiða lítið eitt af gamalli skuld minni við þig. Á morgun skal ég mála af þér mynd, eins og þú hefir beðið um. Hún drap enninu þrisvar í gólf- ið fyrir framan hann, bar fram þakkir sínar og mælti: „Ég bið meistarann að afsaka, þótt ég þurfi enn að segja fáein orð: Ég vil ekki, að hann máli mynd af mér eins og ég er nú, heldur eins og ég var á æskuárum mínum, þegar meistarinn sá mig fyrst.“ Hann svaraði: „Ég man vel eftir þér. Þú varst dásamlega fögur!“ Við þessi ummæli birti yfir hrukkóttu andlitinu. Hún hneigði sig, þakkaði honum fyrir og mælti: „Þá rætist allt, sem ég hefi þráð og beðið um. Úr því að ég var þannig í augum meistarans á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.