Dvöl - 01.01.1941, Page 61

Dvöl - 01.01.1941, Page 61
D VÖL 55 æskuárum mínum, þá bið ég hann að mála mig ekki eins og ég er nú, heldur eins og ég var þá, áður en ég varð gömul og grett. Ó, meistari, gerðu mig unga í annað sinn. Gerðu mig fallega, svo að sál hans, sem knýr mig ómaklega til að bera fram þessa bón, geti unað við fegurð mína. Þegar hann sér málverk meistarans, mun hann fyrirgefa mér, þótt ég geti ekki dansað lengur.“ Enn einu sinni bað málarinn hana að vera hughrausta og sagði: „Komdu á morgun, þá mála ég myndina. Ég mun mála þig eins og ég sá þig forðum daga: unga og forkunnarfagra dansmey. Og ég skal vanda mig jafn mikið og ég væri að mála mynd af auðug- asta manninum í öllu landinu. Vertu hugglöð og komdu á morg- un.“ V. Gamla konan kom á tiltekinni stundu. Listamaðurinn málaði myndina á hvítan silkidúk. Sú mynd líktist ekki þeirri konu, sem lærisveinar hans sáu, heldur var það hin æskulétta dansmey, sem hann sá í huga sér. Augun voru skær, líkaminn grannur og stælt- ur eins og reyr; öll var hún eng- ilfögur eins og himinborin dís í gullbryddum silkiskrúðanum. Pensill málarans laðaði fram hinn horfna yndisþokka hennar og fölnaða fegurð. Þegar listaverkið var fullgert, innsiglaði hann það og límdi á það silkirenninga, sem hann festi við þung kefli úr sed- vusviði og dálítinn silkihanka. Síð- an bjó hann um það í litlum stokki úr hvítum viði og fékk gömlu kon- únni í hendur. Hann vildi einnig gefa henni peninga. En hún vildi ekki þiggja þá gjöf, hversu mikið sem hann lagði að henni. „Nei,“ sagði hún með tárin í augunum, „slíks þarfnast ég ekki. Ég bað aðeins um myndina. Ég bað og bað, og nú hefi ég verið bænheyrð. Aldrei framar í þessu lífi mun ég bera fram ósk mér til handa, og deyi ég með slíku hugarfari, munu mér verða auðfarnir vegir Búddha. Aðeins eitt veldur mér sorg: Ég hefi ekkert til þess að bjóða hin- um mikla meistara að launum. nema dansbúninginn, sem er harla litils verður; þó bið ég meistarann að þiggja hann. Á hverjum degi skal ég biðja hinn alvalda að launa honum dæmalausa gæzku í minn garð og veita honum giftu- ríka framtíð." „Hvað hefi ég gert?“ svaraði listamaðurinn brosandi. „Ekki neitt. En ég skal þiggja þessi klæði, ef þér fellur það betur. Við þau eru bundnar góðar minning- ar um nóttina, er ég gisti í húsi þínu og þú gekkst úr rúmi vegna mín ómaklegs og vildir ekki einu sinni þiggja borgun fyrir nætur- greiðann. Fyrir allt þetta er ég enn í þakkarskuld við þig. Segðu mér nú, hvar þú átt heima, svo að ég geti séð myndina á sínum stað.“ Með sjálfum sér hafði hann staðráðið að láta hana ekkert skorta framar. En hún afsakaði sig með fáum orðum og vildi ekki segja honum heimilisfang sitt: bústaður sinn væri of fátæklegur til þess, að slíkur maður sem hann mætti líta hann augum. Síðan margþakkaði hún honum góðverkið og laut höfði að gólfi hvað eftir annað, og grátandi af gleði hélt hún loks leiðar sinnar með dýrgripinn. Listamaðurinn kallaði til eins lærisveinsins: „Flýttu þér á eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.