Dvöl - 01.01.1941, Side 62
56
DVÖL
konunni, en láttu hana ekki verða
þín vara. Láttu mig svo vita, hvar
hún býr.“
Pilturinn þrammaði af stað í
humátt á eftir henni.
Löng stund leið. ,.Ó, herra
minn,“ sagði hann, þegar hann
kom aftur, og hló við, eius og
mönnum verður stundum á, þegar
þeir eru tilneyddir að segja eitt-
' hvað miður skemmtilegt. „Ég elti
þessa konu út úr borginni og út
að þurrum árfarvegi, skanimt það-
an, sem glæpamennirnir eru líf-
látnir. Þar býr hún í hrörlegu og
óhreinu hreysi. Það er mjög and-
styggilegur staður, herra minn.“
„Á morgun skalt þú fylgla mér
í þetta hreysi,“ svaraði málarinn.
„Á meðan mín nýtur við skal hana
hvorki skorta nógan mat og föt né
góða aðbúð.“
Alla furðaði á þessum orðum.
En þegar hann hafði sagt söguna
um dansmeyna, þóttu öllum þau
eðlileg.
VI.
Málarinn lagði af stað með iæri-
svein sinn að morgni næsta dags,
einni stundu fyrir sólarupprás, á-
leiðis að árfarveginum þurra utan
við borgina, þar sem þeir úlskúf-
uðu bjuggu.
Kofahurðinni var hallað að
stöfum. Málarinn drap nokkur
högg á hurðina, en fékk ekkert
andsvar. En er hann sá, að
lokur voru ekki dregnar fyrir að
innan, opnaði hann hljóðlega og
kallaði inn í gættina. Þegar eng-
inn anzaði, afréð hann að ganga
inn. Á þessari stundu var hugur
hans viðs fjarri: Hann minntist
þess gerla, er hann stóð forðum
daga, sárþreyttur drengur, við
dyr litla býlisins á heiðinni og
baðst næturgistingar.
Hann gekk hljóðlega inn og sá,
að konan lá þar. Ofan á sér hafði
hún slitna og stagaða ábreiðu.
Hún svaf auðsjáanlega.
Á hrufóttri hillu var Búddha-
myndin og minningarspjaldið, sem
hann hafði séð fyrir fjörutiu ár-
um. Nú sem fyrrum logaði ofur-
lítið ljós fyrir framan spjaldið.
Líkneskið af gyðju miskunnsem-
innar með mánabauginn um
höfuðið var horfið. En á veggn-
um gegnt helgigripunum hékk
málverkið, sem hann sjálfur hafði
gert. En neðan við það var mynd
af gyðjunni Kwannon, sem að-
eins bænheyrir fólk einu sinni.
Fátt var annað í þessu fátæklega
hreysti, aðeins fatalurfur af ver-
igangskonu, pílagrímsstafur og
betliskál.
En málarinn leit ekki við þessu
heidur hugðist að vekja hina sof-
andi konu og gleðja hana. Hann
nefndi glaðlega nafn hennar
tvisvar eða þrisvar sinnum.
En þá fyrst sá hann, að hún
var dáin. Hann horfði á hana og
furðaði sig á því, hversu ungleg
hún virtist. Hún hafði öðlazt að
nýju sviplétt yfirbragð, einhvern
æskubrag. Sorgarrúnirnar á and-
litinu höfðu mýkzt, hrukkurnar
horfið, því að meistari lífsins, sem
er öllum jarðneskum meisturum
æðri, hafði snortið hana sprota
sínum.
Á Smithsonian-safninu í Bandaríkjun-
um er stærsti gimsteinn, sem til er. Það
er topazsteinn, 350000 karat eða 153 pund.
•
Svisslendingur að nafni Walter Minder
kveðst hafa fundið „síðasta frumefnið".
Frumefni þetta nefnir hann „Helvetium",
en Helvetia er hið svissneska nafn á Sviss.
•