Dvöl - 01.01.1941, Page 65

Dvöl - 01.01.1941, Page 65
D VÖL 99 um toréfum sínum. Hann æskti sér eiginkonu. Það var einmanalegt að búa einn í Minnesota. Marjorie var líka einmana. Hún hafði búið al- ein hin fimm löngu ár, síðan móðir hennar lézt. Nú skildi hún, hvernig í öllu lá. Hún hafði alltaf verið einmana. Marjorie var fullþroska til ásta. Hún var tuttugu og fjögurra ára að aldri. Armar hennar og fótleggir voru þvalir og þéttir, eins og hin ungu barrviðartré vetrarins. Brjóst hennar og varir voru hlý og mjúk. Andardráttur hennar minnti á nóvemberblæinn, sem berst yfir vatnið gegnum barrvið og greni- skóg. Marjorie var fullþroska til ásta. Varir hennar voru mjúkar og líkami hennar þéttvaxinn. Marjorie tók til í herberginu, sem hún ætlaði honum, og beið síðan komu hans. Hún þvoði lökin og koddaverin þrisvar sinnum. Þau voru mjúk eins og varir hennar og anguðu greniilmi eins og andar- dráttur hennar. Hún þurrkaði allt- af léreft sín á grenigreinum og lín- dró þau árla morguns, meðan þau voru enn þrungin greniilmi. Daginn, sem hans var von, var Marjorie vöknuð löngu fyrir sólar- uppkomu. Það var voveifleg,. svöl sólaruppkoma. Áður en hún fór í kjólinn, hljóp hún inn í herbergið og jafnaði í síðasta sinni úr hrukkum svæfl- anna og ábreiðunnar. Svo klæddi hún sig í skyndi og ók til járn- brautarstöðvarinnar, sem var í nítján mílna fjarlægð. Hann kom með hádegislestinni frá Boston. — Hann var miklu há- vaxnari en hún hafði búizt við og miklu fegurri en hún hafði vonað. „Er þetta Marjorie?“ spurði hann hásri röddu. „Já,“ svaraði Marjorie áköf. — „Ég er Marjorie, og þetta er sjálf- sagt Nels.“ „Já.“ Hann brosti, og augnaráð þeirra mættist. „Ég er Nels.“ Marjorie fór með Nels út að bif- reiðinni. Þau stigu inn og óku á braut. Nels var stuttorður og fámáll. Hann horfði allan tímann á Mar- jorie. Hann starði óaflátanlega á hendur hennar og andlit. Hún var taugaóstyrk og feimin, meðan á hinni nákvæmu athugun hans stóð. Aðeins tvisvar eða þrisvar sinnum snart armur hans Mar- jorie. Ójöfnur og bugður vegarins þrýstu þeim fast saman. Armur Nels var styrkur og vöðvastæltur eins og armur skógarhöggsmanns. Síðla um kvöldið gengu Mar- jorie og Nels saman gegnum skóg- inn niður að vatninu. Sterkur svalvindur blés, og vatnið lá í löð- urróti. Meðan þau stóðu á kletti einum og horfðu á bylgjurnar, kastaði skyndileg stormhviða henni að öxl hans. Nels vafði hana stálörmum sínum og stökk niður af klettinum. Síðan gengu þau aftur heimleiðis gegnum barrvið- inn og greniskóginn. Meðan Marjorie bjó til kvöld-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.