Dvöl - 01.01.1941, Page 67

Dvöl - 01.01.1941, Page 67
DVÖL 61 hugsanir sínar. Hún laut fram á borðið. Nels varð eftir inni í dag- stofunni og tróð í pípu sína á ný. Marjorie lagði oft af stað aftur inn í dagstofuna, en sneri alltaf aftur, þegar hún kom að dyrunum. Hún vildi gjarna spyrja Nels, hvort hann kæmi aftur. — Hún missti disk, og hann brotnaði í mola á gólfinu. Það var í fyrsta sinni, sem hún braut gler, síðan morguninn forðum, þegar móðir hennar lézt. Titrandi setti hún upp hatt og fór í yfirhöfn. — Auðvitað mundi hann koma aftur. Það var heimskulegt að halda annað. Hann fór kannske til Boston til að kaupa henni ein- hverjar gjafir. Hann mundi koma áftur — alveg áreiðanlega. Þegar þau voru komin á járn- brautarstöðina, rétti Nels h'enni höndina. Hún lagði hönd sína í hönd hans. Það var í fyrsta sinni, sem hörund hans snart hörund hennar. „Vertu sæl,“ sagði hann. „Vertu sæll, Nels“. Hún brosti til hans. „Ég vona, að þér hafi ekki leiðst“. Nels tók ferðatösku sína og gekk 1 áttina til biðsalarins. Marjorie skynjaði stirðleik dauð- ans i örmum sínum og fótleggjum. Nann hafði ekki sagt, að hann ftiundi koma aftur. „Nels,“ hrópaði hún ráðþrota. Nels nam staðar, leit aftur og virti hana fyrir sér. „Nels, þú ert velkominn aftur, hvenær sem þú vilt,“ mælti hún bænarrómi blygðunarlaust. „Þakka“, svaraði hann fálega. — ,,En ég fer til Minnesota og hef ekki í hyggju að koma aftur“. Það lá við, að hún yrði orðlaus. „Hvert ferðu?“ „Til Minnesota“, svaraði hann stuttlega. Marjorie ók heimleiðis, svo hratt sem auðið var. Strax og hún kom heim hljóp hún inn í herbergi Nels. Þar nam hún staðar við rúmið og horfði á bæld lökin og svæfl- ana tárblindum augum. Með ekka þrýsti hún svæflunum að sér og vætti þá tárum sínum. Hún kyssti andlit hans og bauð honum varir sínar. Það var komið kvöld, þegar hún áttaði sig aftur. Sólin var hnigin til viðar og dagurinn liðinn. Svalt húmið varpaði skuggum inn í her- bergið. Marjorie sveipaði ullarábreiðu um herðar sér og greip svæflana og lökin úr rúminu. Hún fór rakleitt inn í herbergið sitt. Hún lauk upp sedrusviðarkistunni og braut hin bældu lök og koddaver saman Hún lagði léreftin niður í kistuna og ýtti henni að rúmi sínu. Marjorie slökkti ljósið og gekk til hvílu. „Góða nótt, Nels“, hvíslaði hún blíðlega um leið og hún strauk fingrum sínum yfir lok sedrusvið- arkistunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.