Dvöl - 01.01.1941, Page 75

Dvöl - 01.01.1941, Page 75
D VÖL 69 geil höfð milli óþresktu hafranna og steinveggjarins, svo að kornið drykki ekki í sig rakann. Inn í geilina komst tarfurinn ekki, en ég átti fullt í fangi með að koma honum út aftur. Ég sá hann sjaldan jafn trylltan og í þetta skipti, og ég vorkenndi húsbónd- anum. Hvað sem öðru leið, var tarfurinn hans eign! En þegar ég hafði komið tudda á básinn og bundið hann ramlega, kom hús- bóndinn inn og hefndi sín. Hann barði tarfinn yfir granirnar með keðjuspotta, og ég fékk að heyra sitt af hverju fyrir að hafa vanið hann á að stökkva yfir hurðina. En Jehóva jafnaði sakirnar fyrir okkur báða. Lengi á eftir gat hús- bópdinn varla látið sjá sig i fjós- inu. Jafnskjótt og tarfurinn kom auga á hann, fór hann að róta upp hálminum, teygði út úr sér tunguna og gaf um leið frá sér hljóð, sem líkast var því, að hann væri að æla. Jehóva hafði dökkan og kubbs- legan haus á stuttum og gildum hálsi. Þar var húðin í hrukkum og fellingum og líktist gamalli eikar- rót. Þegar hann var í æstu skapi, dökknaði hausinn, og hárin, sem uxu milli stuttra hornanna á hon- um, risu og ýfðust. Þá minnti hann á máttugan og ægilegan anda, sem kom svífandi í skýjun- um. Þess vegna kallaði ég hann Jehóva. Hausinn á Amor hafði ekkert ægiiegt við sig. Hann var næsta sviplaus, enda þótt hornin á hon- um væru svo mikil fyrirferðar, að ég náði varla milli þeirra. Hann hafði verið sviptur bæði hæfileik- um og ástríðum og var orðinn eins og vél, sem át og svaf, át og svaf, reglubundið og stundvíslega. Það var aðeins þegar hundar voru nærri, að eins og eitthvað fjarlægt og hálfgleymt vaknaði til lífsins. Hann fékk veður af hund- inum, þó að hann væri langt í burtu, og þá kom heldur en ekki líf í tuskurnar. Ég varð oft í vandræð- um með að hafa hemil á honum. Fjandskapurinn milli úlfs og uxa hlýtur að hafa átt sér býsna djúpar rætur, fyrst hann hefir haldizt við þúsundir ára, enda þótt ýms önnur séreinkenni hafi horfið. Þegar hundar voru annars vegar, gat Amor sannarlega notað fæturna, og hornin líka, sem annars virtust honum óþörfust af öllu óþörfu. Um • töðugjöldin voru leifðar nokkrar flöskur af púnsi. Ráðskon- an ætlaði að sjá svo um, að karl- mennirnir á bænum næðu ekki i þær og bað mig að koma þeim und- an. Mér þótti vel til fallið að gefa tarfinum, mínum góða vini, ofur- lítið bragð og hellti úr tveimur flöskum í fötuna hans. Amor fékk þá þriðju, því að mér þótti synd að setja hann alveg hjá. Það varð fjörug miðdegisveizla í fjósinu. Allt fjósið, þeim megin, sem tarfurinn stóð, nötraði af látunum í honum. Hann sletti tungunni á báða bóga, vingsaði hausnum, vaggaði sér upp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.