Dvöl - 01.04.1941, Side 3

Dvöl - 01.04.1941, Side 3
Qpríl - júní . 1941 . 9. árgangur . 2, hefti Klóiiiin Eftir Ai'tlim* Sclmitzlei1 Ég ráfaði um göturnar allan síð- ari hluta dagsins. Snjórinn féll í stórum flygsum. — Og nú er ég kominn heim. Það logar á lampan- um, og bækurnar liggja á boröinu. Ég bý við flest æskileg þægindi, en það skiptir engu máli. Hugurinn hvarflar alltaf í sömu átt. Og var hún þó ekki dáin mér og grafin fyrir löngu? Jú, dáin — eða verra en dáin, eins og þeim von- svikna finnst vanalega. — Og np, þegar ég veit, að hún er ekki verra en dáin, heldur bara dáin eins og allir hinir, sem hvíla í kirkjugarð- inum, djúpt niðri í jörðinni, hvíla Þar alltaf, jafnt á vori sem á sumri eða á köldum vetri, þegar snjó- kornin falla eins og núna — þá skil ég, að það var ekki fremur mín sök en hinna. Sorg? — Nei. Það var einungis hrollurinn, sem grípur okkur öll, begar einhver úr okkar hópi deyr, begar einhver, sem er ljóslifandi í hieðvítund okkar, hveffur niður í gröfina. Dapurlegt var það, þegar ég komst fyrst að því, að hún dró mig á tálar. Og svo var það reiðin, hatr_ ið, já — því ekki það — særður metnaður, stolt. Enn á ég öll þessi tíu eða tólf bréf. Ég get lesið þær aftur, hvenær sem ég vil, allar þess- ar vonlausu, ekkaþrungnu fyrir- gefningarbænir. Enn sé ég hana, þar sem hún stendur við götuhorn- ið, dökkklædd, með lítinn stráhatt á höfðinu. Hún stendur þar í rökkr- inu, og ég veit, að hún gefur mér gætur, þegar ég geng út um garðs- hliðið. Ég minnist þess enn, þegar ég sá hana síðast. Hún horfði á mig með stórum,fögrum augum.Ég man eftir barnslegu andlitinu — sem nú er stirðnað og kalt. Ég rétti henni ekki höndina, þegar hún .fór frá mér í síðasta sinn. Ég horfði á eftir henni niður götuna, þegar hún hvarf mér — fyrir fullt og allt. — Nú kemur hún aldrei aftur. Það er hending, að ég veit, að hún er dáin. Það hefði getað farið svo, að ég hefði ekki fengið

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.