Dvöl - 01.04.1941, Side 12

Dvöl - 01.04.1941, Side 12
90 DVÖL Kiimarfföll Eftir Póri Baldvinsson Kinnarfjöllin himinhá und hvitri mjöll skjálfa öll í öldugljá sem álfahöll. Hulda. Inn með Skjálfandaflóa vestan- verðum, og um 30 kílómetra inn til lands frá botni flóans, liggur fjalla- bálkur mikill og hrikalegur, sem nefnist Kinnarfjöll. Fjöll þessi enda að sunnan við Ljósavatnsskarð og heitir þar Fornastaðafjall, en að norðan við Flateyjardal og heita þar Hágöng. Tvær sveitir liggja með fjöllunum, sitt hvoru megin, Fnjóskadalur að vestan, og norður af honum Flateyjardalsheiði, og Kaldakinn að austan, en nyrzti hluti þeirrar sveitar heitir Nátt- faravikur. Hæsti tindur í fjallakeðju þessari heitirKambsmýrarhnjúkur; er hann 1210 metrar á hæð, en margir tindar eru þar yfir 1000 metra háir. Mjög eru Kinnarfjöll sundurskorin á ýmsa vegu. Eru þar ótal dalir og skörð, skálar og gil, hamrabelti og hengiflug. Eilífar fannir eru við efstu tinda og í skuggsælum fjallaskálum og gilja- botnum, en straumharðar ár ryðja sér braut niður fjallahlíðar og sam- einast öðrum ám í dölum niðri. Víða falla ár- þessar um geysidjúp og til- komumikil hamragil, svo sem Leik- skálaá og Nýpá, Purká og Karlsá, svo að nokkrar séu nefndar. Meginhluti Kinnarfjalla er frem- ur gróðurlítill. Þó eru undirhlíðar fjallanna og bæjafjöllin sunnan til mjög gróðursæl og víða vaxin kjarri, lyngi og grasi upp til efstu brúna. Dalir og skörð eru öll óbyggð, enda flest þröng og gróð- urrýr og leysir þar seint snjóa á vorin. Þrír mjög gróðurríkir dalir eru þó í fjöllunum, og eru þar hin ágætustu afréttarlönd. Dalir þessir heita Seljadalur, Finnstaðadalur og Gönguskarð. Tíðfarin fjallaleið lá A

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.