Dvöl - 01.04.1941, Síða 17

Dvöl - 01.04.1941, Síða 17
DVÖL ðS „Hann virðist una hag sínum næsta vel,“ mælti Múhamedsjakk. „Hann er fáskiptinn og einrænn, en störf sín leysir hann mjög dyggi- lega af höndurn." " „Væri hægt að fá að tala við hann?“ spurði gesturinn. „Mér þætti fróðlegt að heyra æfisögu hans.“ „Elías, komdu hingað með konu þína,“ hrópaði Múhamedsjakk. Elías og kona hans gengu inn. Hann kastaði kveðju á þá, sem fyrir voru, og fékk sér sæti yzt við dyr. Sjamsjemagí laumaðist bak við forhengið og settist við hlið hús- móðurinnar. „Heyrðu, Elías,“ hóf gesturinn máls. „Þig hlýtur að taka það sárt, að minnast fyrri æfi þinnar, þegar þú lifðir í allsnægtum, þar sem þú hefir nú við þrautakjör að búa.“ „Tæki ég að ræða við ykkur um hamingju og óhamingju, mynduð þið alls ekki trúa orðum mínum,“ mælti Elías. „En spyrjið konu mína. Konunni er jafnan auðveldara að lýsa tilfinningum sínum en karl- bianninum." Aðkomni maðurinn mælti þá: „Sjamsjemagí, segðu mér frá hamingju ykkar fyrrum og óham- iúgju þeirri, sem þið eigið nú viö að búa.“ Sjamsjemagí svaraði handan forhengisins: „Við Elías höfum nú búið saman 1 fimmtíu ár. Við leituðum ham- ibgjunnar, en fundum hana eigi. Nú fyrst, þegar allur auður okkar ér þrotinn og við verðum að lifa í vinnumennsku, höfum við hlotið hina sönnu hamingju." Þessi orð gömlu konunnar ollu Múhamedsjakk og gestum hans mikillar undrunar. Hann dró for- hengið frá, til þess að geta virt Sjamsjemagí fyrir sér. Hún hafði krosslagt hendurnar og brosti til Elíasar. Bros lék einnig um varir hans. Hún hélt áfram máli sínu: „Ég segi sannleikann og er alls ekki að gera að gamni mínu. í fimmtíu ár höfum við leitað ham- ingjunnar. Meðan við vorum auðug af þessa heims gæðum, fundum við hana eigi. Nú erum við snauð og verðum að afla okkur viðurværis í vinnumennsku hjá öðrum. En ham- ingjan hefir hlotnazt okkur.“ „í hverju er þá sú hamingja ykkar fólgin?“ „Meðan við lifðum í allsnægtum, gafst okkur aldrei tími til þess að ræðast við, hugsa um sálir okkar né biðja til guðs. Við vorum hlaðin sorgum og áhyggjum. Gesti bar að garði. Þeim fylgdu annir og áhyggj- ur. Við urðum að veita þeim ríku- lega og gefa þeim gjafir, svo að þeir baktöluðu okkur eigi. Þegar þeir voru á braut, þurftum við að líta eftir vinnuhjúunum. Þau vildu gjarna eiga náðuga daga. Við vild- um hins vegar, að þau afköstuðu sem mestu og beztu starfi. Þetta tvennt verður vart samræmt, svo að vel fari. Við óttuðumst jafnan, að úlfar myndu granda búpeningi okkar, eða að þjófar myndu ræna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.