Dvöl - 01.04.1941, Side 19

Dvöl - 01.04.1941, Side 19
D VÖL Jón (í'd Ljiii'skógiiiH: I. Vorkveðja Vakir vorsins ancLi, veröld hlœr i Ijóma, allt er þrungið ilmi ungra grasa og blóma; allir íslands strengir einum rómi hljóma: — Vak nú, Islenzk œska, yfir þínum sóma! Mundu, íslenzk œska: Enn er margt að vinna — stœrstu störfin bíða styrkra handa þinna; flýðu ekki, œska, inn í kaldan skuggann — sérðu ekki að sólin sindrar inn um gluggann? Ill og meinleg örlög ógna voru landi, glottir við oss gamall, geigvœnn erkifjandi, fjandi, er oss vill fjötra fornum þrceldómsböndum — standið upp til starfa! Stríð er fyrir höndum! Aðeins ceskan megnar illum seið að hrinda: Vaknið, vormenn íslands — vorið skín um tinda! Fyllið hugi og hjörtu hetjuþreki ungu, fylkið liði um frelsið, fána vorn og tungu! Vaknið, vormenn íslands! Vorsins heiöi dagur risinn er í austri, undurskœr og fagur, dagur -stórra dáða, dagur nýrra vona, heimtar alla orku íslands beztu sona. Æska, legg við eyru: íslands vœttir kalla; heróp þeirra hljómar, hvetur, brýnir alla: Vakið, vormenn íslands — vonin hlcer í stafni, fylkið liði um fánann, f r am — í vorsins nafni!

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.