Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 31

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 31
dvöl 109 ekki. Þeir báðu um drykk og drukku ósigursskál atvinnurekenda og feigðarfull þjóðskipulagsins. Hann beit á neðri vörina. „Þannig atvikaðist það, herra, að ég varð co7npagnon,“ sagði hann og strauk titrandi hendi um ennið. „Hvað sem því líður, þá er eitthvað öfugt við þann heim, þar sem mað- ur getur glatazt vegna eins staups umfram það, sem góðu hófi gegnir.“ Hann leit ekki upp, en ég sá, að hann var að komast í uppnám, hi'átt fyrir hina ytri ró. Hann sló flötum lófa á boröið. „Nei,“ hi'ópaði hann. „Þetta líf var ekki hægt að þola. Ég var ekki lengur með sjálfum mér. Lögreglan hafði stöðugt gætur á mér, og hið sama gerðu félagar mínir. Ég gat ekki einu sinni skroppiö í banka og tekið út fáeina skildinga, svo að einhver af félögunum staðnæmdist ekki við dyrnar til þess að ganga úr skugga um, að ég hlypist. ekki brott. Og flestir þeirra voru réttir og slétt- h' innbrotsþjófar, þeir sem voru hetur gefnir. Þeir rændu aðeins sjálfs sín fé frá þeim ríku, að þeir sögðu sjálfir. Ég trúði þeim alltaf, begar ég var ölvaður. Sumir þeirra voru heimskingjar og fáráðlingar. E>es exaltés — quoi! Mér þótti vænt Þá, þegar ég var drukkinn. Og ég Var heiminum reiður, ef ég varð *ijög drukkinn. Þá leið mér bezt. Reiðin frelsaði mig frá örvænting- unni. En maður getur ekki alltaf Verið drukkinn — n’est-ce pas, Tnonsíeur? Og ég var hræddur við að hlaupast á brott, þegar ég var ódrukkinn. Þeir hefðu drepið mig eins og grís.“ Hann krosslagði hendurnar, skaut fram hvassri hökunni og brosti biturt. „Innan skamms sögðu þeir mér, að nú væri kominn tími til þess að taka til starfa. Það átti að fremja bankarán. Síðan skyldi byggingin sprengd í loft upp. Byrjunarstarf mitt var í því fólgið að standa á verði á hliðargötunni, bakdyrameg- in, og varðveita sprengjuna í svört- um poka, þangað til taka þyrfti til hennar. Þetta var allt ákveðið á fundi, og eftir það var einn af hin- um áreiðanlegustu settur til þess að gæta mín. Hann vék ekki fet frá mér. Ég þorði ekki að andmæla. Ég hélt, að þeir myndu myrða mig 1 kyrrþey þarna í fundarherberginu. En svo datt mér í hug, þegar við vorum á leiðinni burt, að ef til vill væri skárst fyrir mig að kasta mér í Signu. En við vorum komnir yfir brúna, áður en ég hafði hugsað mig nógu rækilega um, já, áður en ég vissi af, og eftir það hafði ég ekki tækifæri til þess.“ Ljósið á kertisstúfnum varpaöi daufri birtu um skýlið. Andlits- drættir vélamannsins voru skarpir, en andlitið var samt ávallt og yfir- skeggið mjúkt, og stundum virtist hann kornungur og fallegur. En í næsta vetfangi var hann orðinn gamall, örþreyttur og sorgum hlað- inn, þar sem hann sat með hand- leggina krosslagða á brjóstinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.