Dvöl - 01.04.1941, Side 34

Dvöl - 01.04.1941, Side 34
112 D VOL átt á eftir henni og kom fljótlega auga á hana aftur. Me'ö annarri hendinni togaöi hún í streng stóru bjöllunnar við bryggjusporöinn, en með hinni hendinni sveiflaði hún þungu ljóskeri fram og aftur. Þann- ig á að gefa herverðinum á Ile Royale merki, ef aðstoðar er þörf. Vindurinn bar klukknahljóminn út í myrkrið, en ljósið sást ekki innan af eynni, vegna trjánna í kringum varðhúsið. Ég kom aftan að konunni og stað- næmdist rétt hjá henni. Hún hélt áfram viðstöðulaust, án þess að líta til hægri eða vinstri, eins og hún væri alein á eynni. Hugrökk kona, herra. Ég stakk skammbyssunni undir bláu úlpuna mína og beið. Þruma kvað við og kæfði klukkna- hljóminn, og eldingin svalg bjarm- ann frá ljóskerinu eitt andartak, en konan hikaði ekki, heldur hélt áfram að kippa í klukkustrenginn og sveifla ljóskerinu, stöðugt og reglulega eins og vél. Hún var lag- leg og ekki yfir þrítugt. Ég hugsaði með mér: „Þetta er allt til einskis, aðra eins nótt og þessa.“ Og ég ákvað að skjóta konuna gegn um höfuðið og sjálfan mig á eftir, ef einhver af hinum föngunum nálg- aðist. Og það hlaut að verða innan skamms. Ég þekkti „félagana" vel. Þessi fyrirætlun vakti þó undir eins hjá mér löngun til lífsins. Ég færði mig dálítið til baka og lagðist niður í runna, í stað þess að standa eins og glópur á miðri bryggjunni. Ég ætlaði ekki að láta koma mér að óvörum og svipta mig ef til vlll tækifærinu til að gera að minnsta kosti einni manneskju greiða, áður en ég léti sjálfur lífið. En ég verð að trúa því, að merkið hafi sézt, því að áttæringurinn frá Ile Royale kom eftir ótrúlega stutta stund. Konan hélt áfram að veifa og hringja, þangað til bjarminn frá ljóskerinu hennar féll á fyrir- liðann og byssustingi hermgnn- anna í bátnum. Þá settist hún nið- ur og fór að gráta. Hún þurfti mín ekki lengur við. Ég hreyfði mig ekki. Sumir her- mannanna voru snöggkiæddir, aðr- ir á sokkaleistunum, eins og þeir höfðu verið, þegar þeir voru kvadd- ir á vettvang. Þeir þutu fram hjá mér á fleygiferð. Áttæringurinn lagði aftur frá landi til þess að sækja fleiri menn; konan sat alein og hágrátandi á bryggjusporðinum. Ljóskerið stóð rétt hjá henni. Allt í einu sá ég á rauðar buxur tveggja manna í bjarmanum frá ljóskerinu á bryggjunni. Ég varð agndofa af undrun. Þeir hlupu þeg- ar af stað, berhöfðaðir og með stakkana flakandi frá sér. Ég heyrði annan þeirra segja: „Beint af augum, beint af augum.“ Mig furðaði á því, hvaðan þeir komu. Svo gekk ég hægt niður bryggjuna. Þar sat konan og hrist- ist af ekkasogum. Öðru hvoru stundi hún: „Vesalings maðurinn minn! Vesalings maðurinn minn! Vesalings maðurinn minn!“ Ég læddist hljóðlega áfram. Hún

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.