Dvöl - 01.04.1941, Page 35

Dvöl - 01.04.1941, Page 35
D VÖL 113 # heyrði hvorki né sá. Hún hafði tekið af sér belgsvuntuna og lagt hana yfir höfuð sér og reri fram 1 gráöið, yfirkomin af sorg. En þá sá ég lítinn bát, bundinn við bryggj- una. Þessir tveir síðustu, hugsaði ég, hljóta að hafa komið á þessarri kænu. Þeir hafa orðið of seinir til þess aö ná í áttæringinn. Það var samt ótrúlegt, að þeir hefðu brotið Þannig settar reglur af skyldu- rækni. Það var ótrúlegt. Ég trúði jafnvel ekki augum mínum, þegar ég var að fara út í bátinn. Ég reri hægt fram með strönd- inni. Skýjabakkarnir sveipuöu Iles öe Salute. Ég heyrði skot og hróp. Nú var annar eltingaleikur hafinn, fangaveiðar. Árarnar voru of lang- ar. Ég átti erfitt með að róa, þótt háturinn sjálfur væri léttur. En brátt tók að hvessa, og hellirigning skall á, þegar ég kom fyrir eyjar- tána. Mér munaði ekkert á móti veðrinu, og lét því bátinn reka upp að ströndinni og batt hann þar. Ég þekkti staðinn. Rétt fyrir ofan fjöruborðið var djúpt jarðfall. Ég skreið þangað og heyrði þá gegn uhi veðurdyninn, að einhverjir hálguðust í kjarrinu. Þeir gengu hiður í fjöruna. Ef til vill voru þetta hermenn. Elding lýsti yfir eyna. Tveir fangar! í sama andartaki hrópaði annar Þeirra undrandi: „Þetta er krafta- verk!“ Þetta var Símon, sem einnig var kallaður Kex. „Hvað er kraftaverk?“ spurði hinn. „Það er bátur þarna.“ „Þú hlýtur að vera orðinn geggj- aður, Símon. En — þó — samt — það er bátur þarna!“ Þeir virtust báðir lamaðir af undrun. Það var Mafile, sem síðar talaði. Nú tók hann aftur til máls með mestu varúð: „Hann er bundinn. Það hlýtur einhver að vera hérna.“ Þá mælti ég niðri í jarðfallinu: „Það er ég.“ Þeir komu til mín og tjáðu mér, að þeir hefðu bátinn en ekki ég. „Við erum tveir gegn þér einum,“ sagði Mafile. Ég hopaði á bersvæði, til þess að geta varað mig betur á þeim, ef þeir kynnu að ráðast á mig. Ég hefði getað skotið þá báða, þar sem þeir stóðu. En ég mótmælti ekki, og hélt niðri í mér hlátrinum. Svo gerði ég mig lítillátan og sárbað þá um að fá að vera með. Þeir ræddu örlög mín sín á milli, en ég hélt á meðan um skammbyssuskeftið und- ir stakknum og hafði líf þeirra beggja í hendi mér. Ég lét þá lifa. Ég ætlaði þeim að róa bátnum. Ég sagði þeim í auðmýkt, að ég kynni að fara með bát, og við gætum hvílt okkur til skiptis, ef við værum þrír til að róa. Þá ákváðu þeir að hafa mig með. Það var líká á síð- ustu stundu. Ég hefði skellt upp úr, ef þeir hefðu hikað öllu lengur.“ Nú náði geöofsinn tökum á véla-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.