Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 42

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 42
120 DVÖL Ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland. Þá stynur hann þungan og varp- ar öndinni mæðilega. En nú harkar Stephan af sér: En hverju skiptir? Skírt er „heim“ hvert skjól til næsta máls. Og ég á hálfgert heima þar, sem hönd og sál er frjáls ... Og hann segir ennfremur: Á fjarstu strönd ég vík að vin. Öll veröld sveit mín er. St. G. St. situr ekki „mjótt við eld og gnýr ölnboga“. Frá tjaldi reykinn leggur lágt við limið samanbent og þenst sem silkibelti blátt um bjarkamittin spennt. En niðri dregur dökka skó á deigar rætur nótt. Úr grænu laufi geislinn snýr sér gullskúf létt og hljótt.... * Sagan kveður svo að orði um Sig- hvat, skáld Ólafs digra: Eigi var Sighvatur hraðmæltur í sundur- lausum orðum, en svo var honum tiltækur skáldskapur, sem öðrum mönnum mælt mál. St. G. St. tjáði mér, að hann hefði kveðið kvæðabálkinn „Á ferð og flugi“ 1 ferðalagi, þar sem hann hafði uxana sína fyrir sleðanum. Reyndar segir í upphafi þess kvæðis: Um sléttur og flóa bar eimlestin oss ... En öll skáld eru skreytin í aðra röndina, og getur hann hafa gripið þarna til þess skáldaleyfis. En þess vegna drap ég á þetta, að mér þykir Stephani hafa verið skáldskapur furðulega tiltækur, ef hann hefir á ferð og flugi hrist fram úr erm- inni það snilldarkvæði. Skáldfákur St. G. virðist vera heldur þung- lamalegur, svo að það virðist ólík- legt, að riddarinn hafi verið allur á lofti í söðlinum. Spakmæli St. G., sem kvæði hans úa og grúa af, geta varla hafa orðið til unnvörpum. Spakmæli munu oftast nær vera tangarbörn og eiga sér langan meðgöngutíma. Kvæði, sem gerð eru í lyftingu — stemn- ingu — munu stundum vera gerð í skjótri svipan, svo að segja. En þau kvæði, sem hafa til brunns að bera vitsmuni og auðlegð athug- unar, munu kosta höfundana mikil heilabrot og tímalengd. Sú fundvísi hlýtur að kosta finnandann það: að leggja sig í líma. * Kvæðið um Curly, er til marks um það, að meðgöngutími skáld- gáfu St .G. hefir stundum verið iangur. Hann kynntist Curly þegar hún var 6 ára og var sú 'kynning miðsumars-löng. En hann gerir kvæðið að 30 árum liðnum. í 30 ár hef’ ég ekki þér gleymt, og enn er ég riddarinn þinn. Þannig botnar St. G. frumkvæð- ið. En í Andvökum er breyting gerð: í fásinni áranna ekki er þér gleymt Spakmælin í því snilldarkvæði bera vott um yfirlegu höfundarins:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.