Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 48

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 48
126 D VÖL Það var eldur í ofninum; kaffí hafði verið hitað. Óskar gekk til hans, þar sem hann lá, og sá, að hann var meðvitundarlaus. Hann sá strax, að Anton hafði orðið fyrir slysi. Hann hafði sjálfur skorið fötin utan af fætinum, og af vatni, sem var á gólfinu, sá hann, að An- ton hafði reynt að þíða frosna vöðvana. Þessir vönu vetursetumenn þekkja svo vel allar aðstæður í heim- skautalöndunum, að Óskar var ekki eitt augnablik í vafa um, hvað gera skyldi. Þegar hann sá, hvernig ásatt var fyrir félaga sínum, hljóp hann út, greip með sér fötu og kom með hana aftur, fulla af snjó ag klaka. Fékk sér síðan poka, hellti úr fötunni á hann og notaði hann eins og bindi utan um nakinn, blæðandi fótinn. Síðan fór hann aftur út, sótti meiri snjó og bjó á sama hátt um það af fætinum, sem hinn pokinn huldi ekki. Fáum augnablikum síðar raknaði Anton við. „Varðstu fyrir kúlu úr skotveið- aranum, Anton?“ spurði Óskar. Anton svaraði: ,,Já. Er fóturinn mjög skaddað- ur?“ „Ég veit það ekki. Fóturinn er freðinn ennþá. Við verðum að þíða hann. Eftir hálftíma getum við séð þaö . . . Þú, Anton! Hér er heitt kaffi ... En að þú skyldir geta kveikt upp í ofninum . .. Þú, An- ton! Þú ert karl í krapinu. Þetta hefðu ekki allir leikið eftir.“ Óskar gekk út og kom aftur með flösku af sterkum vínanda. Þetta var sú síðasta af sex flöskum, sem þeir höfðu komið með. Anton lá kyrr. Hann horfði upp í loftið. Aug- un voru stór, skær og blá. Óskar sagði: „Láttu mig vita, þegar verkirnir fara að koma í fótinn. Reýndar er nú víst óþarfi að biðja þig þess. Þú lætur nú líklega til þín heyra þá. Það verður djöfullegt, skal ég segja þér; en þá skal ég gefa þér vænan sopa af þessu. Þú hefir ekki orðið almennilega fullur síðan við vorum í Tromsö, en nú skaltu fá nóg -— það máttu reiða þig á“. Óskar lét dæluna ganga, en Anton stundi og veinaði. En svo kom Óskar með sterkt, svart kaffi í stórri ausu. Saman við hafði hann hellt vínanda. Næsti dagur rann upp, Anton lá í rúminu. Þegar tveir mánuðir voru liðnir, var hann þar enn. Þenna tíma hafði Óskar Haugan gætt að öllum refagildrunum og skotveið- urunum einn. Upp á veggina voru komin tuttugu og átta blárefa- skinn, þrjátíu og níu skinn af hvít- refum, og þar að auki lágu tuttugu og þrír bjarnarfeldir í saltpækli. Antoni leið illa. Hann var orðinn eins og annar maður, og hann sagöi sjálfur, að sér liði ekki vel. Óskar var alltaf vanur að reisa byssuna sína við eldstóna, þegar hann var heima við. Einn dag stóð hann frammi í ganginum og var að flá ref. Þá heyrðist honum ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.