Dvöl - 01.04.1941, Page 52

Dvöl - 01.04.1941, Page 52
130 D VÖL bátinn og allt, sem í honum var. Síðar rak sléttbakinn, þann hinn sama, við Björgvin í Noregi, og var báturinn dreginn fram úr kjaftin- um á honum. Lágu mennirnir þá allir fram á hné sér, með hendurn- ar á árahlummunum. Þeir komu aftur heim til Færeyja, en Kili gamla féll atburður þessi svo þungt, að hann flutti búferlum af Trölla- nesi og fékk sér staðfestu á Kjalar- nesi í Kollafirði. II. Miðtúnsbóndinn. Bóndi einn, mjög fastheldinn á eigur sínar, bjó í Miðtúni á Kirkju í Fugley. Aldrei varð hann uppi- skroppa með neitt. Skemmu átti hann, fulla af korni. Enginn mátti þangað sækja korn til heimilisnota, nema hann sjálfur. Ekki fékk kona hans þangað að koma, því að hon- um þótti hún eyðslusöm um of. Vetur einn lagðist bóndi veikur. Sendi konan þá son þeirra, þann yngsta, til þess að sækja einn korn- láfa. Vatt svo fram, að bóndi lá veikur allan veturinn. Er leið á vorið, bað hann konu sína að fara í skemmuna og vita, hversu mikið væri gengið á kornið. Ofarlega í skemmuveggnum var steinn, er skagaði dálítið fram úr hleðslunni. Við stein þenna miðaði bóndi það, hversu mikið eyddist af korninu. Þótti honum nóg um bruðlið, þegar eytt var niður fyrir steininn. Konan fór eins og hann bajð og sá þá, að kornið var mjög til þurrðar gengið. Var komið langt niður fyrir stein- inn. Bóndi spurði hana um korn- birgðirnar, en konan þorði ekki að segja hið sanna. „Ennþá eigum við allmikið af korni,“ segir hún. „Er komið niður að steininum?" spyr hann. „Nei, ekki er það,“ svarar hún. Nú verður bóndi glaður. Að nokkrum tíma liðnum batnar heilsufar hans. Fer hann þá að klæðast. Undir eins og hann er fær til, rambar hann upp í skemmu til að huga að korninu. Þegar þangaö kemur, sér hann, að það er nær þrotið; ekki meira eftir heldur en í einn kláf. Hann æðir nú heim, viti sínu fjær, og segir við konuna, að annað hvort hafi hún logið að sér, eða að korninu hafi verið stol- ið, því að það sé ekki eftir nema í einn kláf. Hún vill ekki við því gangast, að hún hafi logið til um þetta: „Korninu hefir verið stolið,“ segir hún. Hann kveðst skuli hafa upp á þjófnum og merkja hann dá- lítið. „Ekki skal ég eira honum, fyrr en hann lendir á Sunnbæjarstein- inum,“ segir hann. Um vorið bjó hann svo ferð sína til Hafnar og á þar tal við galdra- karl einn úr Suðurey og biður hann að liðsinna sér. Þegar norður kom aftur, var hann hinn roggnasti og segir, að hann muni nú bráðla sjá, hver korninu stal frá sér. En nú bregður svo við, að heilsu- fari sonarins fer að hraka og versnar sífellt; hendur og fætur kreppast og líkaminn allur. Iðraði bónda þess nú sárlega, er hann hafði gert. Ráða var leitað, en i

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.