Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 54

Dvöl - 01.04.1941, Blaðsíða 54
132 stofu hennar, enda fengi hún stik- ilinn. Ekki leið á löngu, unz konungs- dóttir frétti um skærin góðu, sem strákur átti. Fann hún enga ró, fyrr en hún gæti eignazt þau. — Leyfði hún stráknum nú að sitja við rúmstokkinn um nóttina og halla höfðinu á koddann. — Þess krafðist hún, að varðmenn væru inni. En er hann hafði setið um hríð við rúmstokkinn, bað hún varð- mennina að fara út: Maðurinn hefði verið svo siðsamlegur fyrri næturnar báðar, sagði hún, að þeirra væri engin þörf. Morguninn eftir skipaði kon- ungsdóttir svo fyrir, að geldingarn- ir skyldu færðir út í hólminn, en þeir, sem þar voru í haldi, gerast hallarþjónar. Síðan giftust þau, konungsdóttir og strákur. Gerðist hann ríkiserfingi og síðar kon- ungur. IV. í tröllahöndum. Piltur einn var í haldi hjá risa. Þeir bjuggu tveir einir. Dag einn fóru þeir til skógar að höggva við til eldsneytis. Þegar þeir höfðu höggvið nóg að bera, bundu þeir sér byrðar. í sömu svipan og risinn hóf byrði sína á öxlina, lét strákur bagga sinn ofan á hana og settist þar upp á sjálfur. Er þeir höfðu gengið spölkorn, spurði risinn strák, hvort byrði hans sigi ekki í. Ekki fann strákur til þess. „Auma sálin! Nú held ég, að ég hvíli mig,“ sagði risinn. D VÖL Strákur segist ekkert vera farinn að mæðast, og á meðan sé skömm fyrir risann að hvíla sig. Loksins komast þeir heim. Risinn leggur niður byrði sína, kveikir eld og hengir kjötpott yfir. En illa gengur: Það logar ekki í hlóðunum, svo að hann fer að púa í glæðurnar og blæs svo fast, að strákur fýkur upp í rjáfur. Risinn snýr sér við og lítur upp og sér strákinn í rjáfrinu. „Auma sálin! Hvað ert þú að gera?“ „Ég er að gá að eldiviði.“ „Hugsunarsamur, auma sálin,“ segir risinn. Nú tekur að sjóða í pottinum, og risinn segir við strák, er hefir lesið sig niður úr rjáfrinu, að þeir skuli sleikja flotið ofan af. „Auma sálin! Ég sleiki þeim megin, sem sýður, en þú hinum megin.“ Brátt er soðið, og báðir hafa sleikt flot að vild. Strákur segir, að þeir skuli koma í kappát, og bindur poka framan á sig. Þeir setjast niður og éta. Sækist risanum lítt, en strákur tekur hvern bitann eftir annan og dembir í pokann. Risinn spyr, hvort hann sé ekki orðinn saddur. Strákurinn neitar því. „Auma sálin! Nú held ég, að nóg sé komið í mig.“ Gefst nú risinn upp, en strákur heldur áfram að háma í sig. Um síðir hættir hann þó. „Nú tek ég ekki á móti meiru; nú ætla ég að kryfja mig,“ segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.