Dvöl - 01.04.1941, Side 55

Dvöl - 01.04.1941, Side 55
D VÖL 133 Ristir strákur í sundur pokann, og kjötbitarnir hrynja niður á gólf. Risinn þykist vera fullsaddur og biður strákinn að rista sig upp líka. Hann er fús til þess, bregður hnífn- um á kvið hans og ristir á hann. Lét risinn lífið, en strákurinn tók allt gullið, sem var í híbýlum ris- ans, og hafði heim með sér. V. Bónorðsför. Maður einn var á ferðalagi og sá stúlku, sem honum leizt frábærlega vel á. Hann spurðist mjög fyrir um hagi hennar, og þegar hann kom heim,sagði hann syni sínum frá þessu og vildi, að hann færi þegar af stað að biðja sér þessarar stúlku. Sonurinn fer og kemur þar, sem stúlkan á heima. Enginn er í reyk- stofu, en í viðhafnarstofunni heyrir hann mannamál. Nú hugsar hann: „Hvernig á ég að þekkja þá réttu, ef þarna eru fleiri stúlkur?" Þá dettur honum ráð í hug. Hann hleður byttum, bölum, ausum, ker- öldum, pottum, lokum, trogum og kyrnum fyrir framan stofudyrnar °g sezt svo á dyraþrepið. Litlu siðar ei' stofuhurðinni hrundið upp, og ht kemur stúlka. Hún klofar yfir allt, sem fyrir henni verður, lætur Það liggja þar, sem það er komið, °g hleypur út. Biðillinn hugsar: „Lítil búkona er þetta; ekki heilsa ég henni.“ Enn situr hann um hríð. Þá eru stofudyrnar opnaðar í annað sinn, °g út kemur stúlka. Henni fer sem hinni fyrri, og hann lætur hana afskiptalausa. í þriðja sinn er hurð- inni lokið upp, í þetta skipti stilli- lega, og út kemur stúlka. Þegar hún sér allt það, sem hrúgað hefir verið saman, verður henni að orði: „Guð minn góður! Hvað hefir gengið hér á?“ og tekur síðan hvern hlut og lætur á sinn stað. Þá rís biöillinn á fætur og heils- ar henni og ber fram bónorðið. Fær hann jáyrði. Og þetta var stúikan, sem faðir hans hafði vísað honum á. VI. Skeri eg teg her, so missi eg teg har. „Skeri eg teg her, so missi eg teg har“, er færeyskt máltæki, sem viðhaft er, þegar einhver skal velja um tvennt, er hann vildi gjarna eiga hvorttveggja. Kerling kom á bæ og var leidd til borðs. Meðal matfanga var bor- inn fyrir hana vindþurrkaður magáll. Hún tók magálinn og velti honum á ýmsa vegu, en vissi ekki, hvar skyldi ráðast á hann: Afturhlutinn var þykkastur og feitastur, en fitan í hinum end- anum var fínni og bragðbetri. Miðhlutinn var svo þunnur og skræðulegur. Mælti þá kerlingin við magálinn: Skeri eg teg her, so missi eg teg har. En svo hugkvæmd- ist henni að leggja magálinn tvö- faldan og skera af báðum endum í einu. Þannig gat hún náð öllu því, sem bezt var.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.