Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 60

Dvöl - 01.04.1941, Qupperneq 60
138 D V Ö I- Ég man það núna, að faðir minn talaði einu sinni um það að senda elzta bróður minn í skóla. Hann var drambsamur maður, og honum fannst það vel viðeigandi, að eiri- hver af fjölskyldunni kynni að lesa og skrifa. Bróðir minn hafði aðeins verið í skólanum í þrjá daga, þegar hann hætti námi. Hann grátbændi föður minn, unz hann leyfði hon- um að hverfa heim aftur.“ Lan Ying hugsaði lengi um orð móður sinnar. Loks spurði hún: „Lærir allt fólk, sem býr i borg- um; stúlkurnar líka?“ „Já, ég heyri sagt, að það sé orð- inn siður,“ svaraði móðir hennar og axlaði byrði sína eftir að hafa hvílt sig um stund. „Ég get ekki skilið, að það komi stúlkunum að liði, þó að þær læri bækur, Það, sem fyrir þeim liggur, er að matreiða, sauma og spinna, og þegar þær giftast, vinna þær sömu störf og áður, og svo ala þær auðvitað börn. Nei, bækur hjálpa konunni aldrei í lífsbaráttunni." Móðir hennar herti gönguna, því að byrðin var þung. Lan Ying hljóp við fót. Hún sá, að ryk hafði fallið á nýju skóna sína. Hún beygði sig niður og strauk það burt. Bókunum var hún búin að gleyma. Lan Ying hugsaði ekki um bækur framar. Hún hafði ekkert við bæk- ur að gera hér á bökkum fljótsins góða. Hún gætti netsins, dró það að landi og kastaði því aftur út. Á kvöldin fór hún heim, kveikti eld í leirofninum og sauð hrísgrjón til kvöldveröar í járnpotti. Ef hún hafði veitt vel um daginn, sauð hún líka fisk til kvöldverðar. Þegar fjöl- skyldan hafði matazt, hljóp hún niður á fljótsbakkann og þvoði leirskálarnar. Að því búnu hraðaði hún sér heim í kvöldrökkrinu og háttaði. Oft lá hún vakandi tím- um saman og hlustaði á árniðinn og þytinn í sefinu. Þannig liðu dagarnir. Svona var lífið. Aðeins á hátíðum, eða þegar hún fékk að fara á markaðstorgið, lifði hún skemmtilegri stundir. Þetta var tilbreytingarlaust líf. Stundum heyrði Lan Ying föður sinn segja, að í þorpinu, þar sem hann seldi kálið og kornið, hefði hann heyrt menn tala um hung- ursneyð norður í landi. Það hafði ekki rignt þar lengi og því hafði uppskeran brugðizt. Og faðir henn- ar bætti við: „Þarna getið þið séð, hvort ekki er betra að búa við gott fljót. Okk- ur má á sama standa, hvort rignir eða ekki. Meðan hægt er að sökkva fötu í fljótið, getum við vökva'ð akrana okkar“. Þegar Lan Ying heyrði þessi orð föður síns, hélt hún, að enginn ætti eins gott og þau. Þau áttu heima á frjósamasta stað jarðarinnar. Akr- arnir gáfu margfalda uppskeru, pílviðartrén stóðu sígræn, og sefið var bezta eldsneyti, sem hægt var að fá. Allt þetta gaf fljótið þeim. Aldrei skyldi hún flytja burt af bökkum þessa fljóts. Aldrei meðan hún lifði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.