Dvöl - 01.04.1941, Síða 61

Dvöl - 01.04.1941, Síða 61
DVÖL 139 Svo var það eitt vor, að fljótið brást. Hver hefði getað ímyndað sér það, að fljótið mundi bregðast? Ár- um saman hafði það verið óum- breytanlegt. Lan Ying sat á sínum venjulega stað við fljótið og horfði á umskiptin. Það var vor í lofti og mikill vöxtur í fljótinu. Vatnið skall á varnargarðana, en það var altítt á vorin. Leirgult árvatnið sogaðist að og frá, og við og við flæddi það yfir bakkann, svo að þungir leir- hnausar sprungu frá og sukku til botns I fljótið. Faðir Lan Ying kom og færði netið yfir í lítinn vog. Það mátti ekki tæpara standa, að honum tækist að bjarga dóttur sinni af grastónni, sem fljótið var að grafa undan. í fyrsta sinni á æfinni varð Lan Ying hrædd við fljótið. Hinn venjulegi flóðatími var um garð genginn, en vatnið fjaraði ekki að þessu sinni. Fannir vetrar- ins hlutu þó að vera bráönaðar, því að nú var komið fram á sumar, og vindarnir voru varmir. Fljótið hefði átt að liggja lygnt og spegilslétt úndir bláum, heiðum vorhimnin- um. En það var ekki lygnt. Það streymdi fram yfir sléttuna, eins og ólgandi úthaf. Fólk, sem kom á bátum niður eftir fljótinu, talaði ekki um annað en regnið, sem streymdi úr loftinu daga og nætur uppi á hálendinu. Regntíminn var bðinn, og þó rigndi enn vikum sam- an. Alltaf óx hið mikla, gula fljót, sem fossaði yfir kínversku sléttuna. Faðir Lan Ying færði netið enn á ný. Nú gat hún ekki greint fljóts- bakkann andspænis lengur. Litla stúlkan sneri baki við fljótinu og horfði yfir akurlendið. Hún var blátt áfram hrædd við fljótið. Þaö var líka í sannleika sagt í hræðilegum ham. Alla hina brenn- heitu sumarmánuði hækkaði vatnsboröið stöðugt. Það flæddi yf- ir hrísgrjónaakrana, þar sem hálf- þroskaðar jurtir höföu fest rætur í rökum jarðveginum. Það flæddi viðnámslaust, yfir hina blómlegu akra, svo að öll von um uppskeru brást. Hvaðanæva bárust fregnir um það, að vatnið flæddi yfir djúpa, gróðursæla dali. Sums staðar hafði fólk meira að segja orðið fyrir flóð- unum og drukknað. Faðir Lan Ying færði netið sitt daglega, því að vatnið flæddi nú alls staðar yfir bakkann, og hann þrumaði reiðilega: ,,Er fljótið orðið tryllt?“ AÖ lokum var fljótið orðiö svo víðáttumikið, að sveitaþorpið var til að sjá eins og eyja í vatninu. Nú urðu allir að stunda veiðar, því að ekki var viðlit að rækta korn framar. Það var óhugsandi, að flóðin ykj- ust úr því, sem komiö var. Lan Ying gat ekki sofið um nætur. Hún heyrði stöðugt vatnsniðinn í fjarska. Gat það verið, að fljótið kæmi nær? Hún gat varla trúað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.