Dvöl - 01.04.1941, Page 66

Dvöl - 01.04.1941, Page 66
144 DVÖL stukku á land. Lan Ying varð star- sýnt á þá. Aldrei hafði hún séð svona feita menn. Þeir töluðu hátt. Hvað voru þeir að segja? „Já, við höfum mat, nógan mat handa ykkur öllum! Við erum ein- mitt að leita að fólki, sem hefir flætt. Hve lengi hafið þið dvalizt hér? Fjóra mánuði! Guð sé oss næstur. Hérna, borðið þið nú þessi soðnu hrísgrjón, sem við tókum með okkur. Og hér er hveitimjöl, en borðið þið nú ekki með of mik- illi ákefð.“ . Mennirnir hlupu ofan að bátn- um og komu aftur að.vörmu spori með hrísgrjón og brauð úr hveiti- mjöli. Lan Ying rétti ósjálfrátt fram hendina og dró andann ótt, eins og hún hefði hitasótt. Hún skildi það eitt, að mennirnir gáfu henni mat. Hún mátti borða nægju sína. Hún settist á jörðina með brauðið milli handanna og gleymdi öllu öðru en þessu ljúf- fenga brauði, sem sefaði hinn sára sult hennar. Mennirnir horfðu þögulir á hið hungraða fólk, sem reif í sig mat- inn. Enginn mælti orð frá vörum. Loks leit einn hinna þjökuðu manna upp, er hann hafði satt sig, og mælti: „Sjáið þið, hvað brauðið það tarna er hvítt? Svona hvítt hveiti hefi ég aldrei séð.“ Öllum varð litið á brauðið. Það var satt: brauðið var mjallahvítt. Annar aðkomumaðurinn sagði: „Hveitið, sem þetta brauð er bakað úr, er ræktað í ókunnu, fjarlægu landi. Fólkið þar frétti um flóðin hérna og sendi okkur þetta korn.“ Allra augu hvíldu á brauðinu. Enginn hafði bragðað svona gott brauð. Skyndilega leit faðir Lan Ying upp og mælti: „Ég vildi gjarna eiga dálítið af þessu hveiti og rækta það í akr- inum mínum, þegar flóðin fjara. Ég á ekkert sáðkorn.“ Og maðurinn sagði: „Korn skaltu sannarlega fá.“ Hann sagði þetta blátt áfram, eins og hann væri að tala við barn. Hann vissi það ekki, hvað það þýddi fyrir þessa menn — þessa bændur, að fá þetta svar, að þeir ættu aftur að fá sáðkorn. En Lan Ying var bóndadóttir og skildi það. Henni varð litið á föð- ur sinn, svo að lítið bar á. Hann sneri sér undan og brosti — en augu hans voru full af tárum. Hún fann, að tárin komu líka fram í augun á henni. Hún stóð á fætur, gekk til mannsins, sem hafði svar- að föður hennar, og kom létt við arm hans. Hann leit á hana og spurði: „Hvað viltu, barnið mitt?“ „Hvað heitir landið, sem sendi okkur þetta góða brauð,“ hvíslaði hún. „Ameríka," svaraði hann. Hún gekk hljóðlega burt og sett- ist niður við vatnið. Þar sat hún lengi með litla dýrmæta brauðið

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.