Dvöl - 01.04.1941, Page 69

Dvöl - 01.04.1941, Page 69
dvöl 147 Hann velti lengi í huga sér, hvernig hún yrði bezt til reidd: „Helftina steikja hyggst ég mér, hálf skaltu verða í potti seidd.“ En meðan þetta mikla hapv matbjuggu’ og átu þankar hans, fœrið bilaði, flyðran slapp, fór hann svo búinn heim til lands. Um dauð'a mús í kirkju. Ei er forvitnin öllum hent, einatt hún skaðar drótt, fallega músar fœr það kennt feigðar-árœðið Ijótt: Skyldi hún hafa œfi ent eða drepizt svo fljótt, hefði ei skollinn hana sent í helgidóminn um nótt? Fegurð kirkjunnar fýstist sjá, fór svo þar grandlaust inn; kötturinn, sem í leyni lá og lézt vera guðrœkinn, heiftarverk framdi lienni á, helvizkur prakkarinn! Ætti því stríða flenging fá fyrir þann strákskap sinn. Þá myrkurdrauga músaher minnast ég þar á bið: Úti við hauga uni sér, elskandi spekt og frið; í kirkjum aö spauga ekki er ormanna liœfi við; kattarins auga brátt að ber, birtunnar þarf ei við. Jöfnuðurinn. (Ort um tvær lagskonur, er kom illa saman). Litlu má með Ijúfum skipta — láti þið ykkur báðar gifta einum sama örvagrér! Ilans skal sína nótt hvor njóta, niðri sé þá hin til fóta. Jöfnuður góður allur er. Staka. Grœtur dyggð, en gleðjast klœkir — gjöld eru synda þétt, þar fákœnn ver, en falskur sœkir og fylginn situr rétt. Skrykkjótt gengur------------ Skrykkjótt gengur oft til enn, eins og fyrr, með köflum. En grátlegt er, þá góðir menn gera sig að djöflum. Veilræði. Af œðri þér, þótt órétt kannir, ei skaltu mögla grand um það! Hefn þess heldur á minna manni meir en tvöfalt, þá svo ber að. Láttu þá ríku ríða þér, ríddu sjálfur þeim vesall er. Þar eð sannleikur meðal manna í mesta forakt kominn er, og mein hans vegna margir kanna, minnstu, að lionum burtskúfir. Lát hjartað aldrei sáttarsið né samtök hafa munninn við. Skjót ei þangað, sem boga bendir, birt aldrei sama og hugsar þú! Kápunni eftir veðri vendir, vertu allt eins og mylna sú, hverrar gangur ei hindrast má, Jivaðan sem vindur stendur á. „Ærleglieit milcil í mér búa,“» 'orötak sé þitt og vanastef! Einhver ef vill því ekki trúa, andskotann þá til vitnis kref. Það er: gef Jionum þína sál, í þér ef finnist nokkurt tál. Fýsi þig stolins fjár að afla, forgefins slíkt ei byrjað sé. Steldu, svo fram úr kunnir krafla og kaupa þig frá snörunni! Því Jiengingar gista engir ól utan smáþjófa greyleg fól.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.